Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, nóvember 28, 2003

Mælieiningin Baðkar

Skemmtileg þessi tilhneiging Íslendinga til að grípa til hugtaksins "baðkar" þegar lýsa á einhverju stórfenglega miklu eða ýkjum. Sbr. "Maður þarf að borða heilt baðkar af rauðu m&m til að fá krabbamein, " Drekka heilt baðkar af malti til að verða fullur og svo framvegis. Fyrst að þessi notun á Baðkari sem mælieingingu er orðin svona almenn í málnotkunn fólks finnst mér að það ætti að innlima hana formlega inní íslenskt mál. Þá væri einingin skilgreind betur og þá yrði notkun á baðkari sem mælieiningu markvissari í daglegu lífi. Formleg skilgreining á "baðkari" væri þá ýkjur.pr.sannkleikskorn, síðan væri að sjálfsögu hægt að bæta við hana forskeytum til að gera hana skýrari í hugum fólks, t.d, "hann varð ofurölvi um helgina enda hafði hann drukkið nokkur senti-baðkör fyrr um kvöldið", hvað skyldi maður drekka mörg kíló-baðkör af vatni um ævina??

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim