Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, nóvember 29, 2003

Herðablaðið hennar Hafdísar

Fyrir mér táknar nudd eitthvað yndislega þægilegt og mér fynnst fátt betra en að leggjast á bekkin, slaka á og láta töfrahendur nuddarans leika um hold mitt. Þangað til í dag! Okkur í landsliðinu var sem sagt boðið í frítt nudd hjá nemum í nuddskóla Íslands. Að sjálfsögðu fúlsar maður ekki við slíku tilboði og þarna láum við öll og létum fara vel um okkur. Nuddaranemarnir höfðu greinilega ekki lært heima því þau voru álíka mjúkhent og Robocop.

Í miðjum klíðum kallar nuddarinn sem átti að sjá um mig upphátt "hey, sjáið þetta" og augnabliki síðar var ég umkringd nuddara kandídötum sem kepptust við að pota í bakið á mér og segja "váhh" eða "ekki vissi ég að þetta væri hægt" það kom sem sé á daginn að herðablaðið á mér er einhvern vegin fast við bakið á mér, en það ku vera frekar abnormal. Síðan stóðu þau öll yfir mér og reyndu að losa herðablaðið á mér en ekkert gekk. Nú sit ég hér kengbogin við tölvuna og get mig hvergi hrært þökk sé robocop nuddurunum sem reyndu að frelsa herðablaðið á mér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim