Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, október 15, 2008

Af hreinlæti

Það er merkilegt að sú kynslóð sem las Alþýðubók Laxness í æsku og ólst upp við umræðu um hreinlæti Íslendinga skuli lykta svona dæmalaust illa í dag.
Ég veit að nú er ekki rétti tíminn til að beita sér fyrir félagslegum umbótum í kerfinu, en ég ætla nú samt að leggja til að stofnuð verið hreinsiþjónusta fyrir gamalmenni þar sem þau verða böðuð uppúr klór og fötin þeirra þvegin með terpentínu. Þessi þjónusta yrði sérstaklega ætluð fyrir gamalmenni sem eru enná sveimi í samfélaginu (þ.e ekki á stofnunum sem baða þau reglulega og gæta að almennu hreinlæti)en hafa látið af hinum ýmsu athöfnum sökum aldurs og ellibilunar sem okkur hinum finnst eðilegt, s.s regluleg böð og þvottar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim