Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, október 09, 2008

Í pósthólfinu áðan.....

Til starfsfólks og stúdenta Háskóla Íslands

Kæra starfsfólk og stúdentar.

Á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir er afar mikilvægt að við reynum
eftir fremsta megni að halda áfram okkar daglega lífi og starfi.

Það er eðlilegt að stúdentar og starfsfólk sé áhyggjufullt vegna
óvissunnar í efnahagslífinu hér á landi og erlendis. Á slíkum tímum er
mikilvægt að hafa hugfast að þessar þrengingar eru tímabundnar og
undirstöður íslensks þjóðfélags eru traustar. Mestu skiptir að við stöndum
saman og hlúum hvert að öðru.

Háskóli Íslands er einn af hornsteinum íslensks samfélags og mun halda
áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til að styrkja háskólastarfið,
skapa ný tækifæri og treysta með því framtíð þjóðarinnar.

Ég er sannfærð um að við munum sameiginlega sigrast á þessum erfiðleikum
og líta fram á bjartari tíma.

Með kærri kveðju,
Kristín Ingólfsdóttir, rektor

----

Mér hafði aldrei dottið í hug að efast nokkuð um að starfsemi Háskólans myndi skerðast eða breytast á nokkrun hátt þó svo að útrásavíkingarnir hafi skorið fæturna hvor undan öðrum með dyggilegri hjálp íslenskra stjórnvalda. Þetta bréf fær mig hinsvegar til að efast. Ekkert er jafn grunsamlegt og "Everythingisgonnabeokey" bréf frá æðstu stöðum. En hafðu ekki áhyggjur, Kristín rektor, ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hlúa að náunganum og jafnvel standa með honum líka.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim