Til ykkar sem kunnið á tölvur
Ég er í bobba og nethjálp microsofts virðist ekkert getað aðstoðað mig.
Málið er svona: Ég er með skjal uppá 35 blaðsíður sem ég var að fá úr prófarkalestri. Síðan sendir höfundur skjalsins mér sínar eigin leiðréttingu á skjalinu og segist hafa lagað ,,Ýmislegt smálegt, orðaröð og bætt inn einstöku útskýringum" Get ég fengið Word til að bræða skjölin saman og benda mér á hvar skilur á milli? Höfundurinn notaði nefnilega ekki track changes í þegar hann sendi mér leiðréttingarnar þannig að til þess að sjá þær þyrfti ég að leggjast grundigt yfir báða textanna, orð fyrir orð. Því vildi ég gjarnan komast hjá.
Til að bæta gráu ofan á svart bilaði messengerinn minn og þar með samband við mér tölvufróðari menn og konur. Þeir sem vita hvaða word fítus ég er að tala um, endilega hendiði inná kommentakerfið, annars veður þessi lestur helgarhobbíið mitt og því nenni ég hreinlega ekki.
4 Ummæli:
Í Word 2003 er þetta undir Tools > Compare and Merge Documents.
Annars er RSSið þitt í rugl. Fæ senda tilkynningu um að þú hafir bloggað, en allt meðfylgjandi gúmmelaði lætur ekki sjá sig. Það væri brilljant ef þú gætir stillt 'Allow Blog Feeds' á 'Full' undir Settings > Site Feed í blogspot bakendanum. Alveg hreinlega pjúrt brill.
Jáog ef þú vilt losna undan oki og duttlungum Microsoft, þá er Pidgin fínasta Messenger substitute.
http://www.pidgin.im/
Eða ef þúrt á makka, Adium X.
http://www.adiumx.com/
Ze Doddeh to ze rescue!
Takk Doddi, bjargvættur helgarinnar.
hinsvegar veit ég ekki nákvæmlega hvað RSS er, annað en að það er eitthvað fyrirbrigði í netheimum sem ég kann ekki skil á. Reyni að stilla bloggið samkvæmt leiðbeiningum þínum.
-Hafdís
Pidgin, eða Dúfus eins og ég kýs að kalla það, rúlar! Ég keyri Dúfus af minnislykli í vinnunni... :)
Hafdís, þú áttir að hringja í mig dúlla! :) Vona þetta gangi vel hjá þér :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim