Farsinn í borgarstjórn er góð áminning um að halda sig fjarri stjórnmálum. Í gegnum tíðina hef ég daðrað við ungliðahreyfingar á vinstri vængnum og þær við mig, en þegar kemur að því að taka af skarið hef ég alltaf skotið mér undan. Anarkistinn í mér er of rótgróinn til að ég vilji skrifa nafn mitt við flokkapólitík. Það er líka eitthvað sálarsjúkt við þá einstaklinga sem stíga fram og segjast vera hæfir til að stjórna okkur hinum. Með fullri virðingu...
Leiðin að því skrefi byrjar þó yfirleitt með áhuga á málefnum og vilja til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag, sem er að sjálfsögðu af hinu góða og til eftirbreytni. Hinsvegar verða flestir fyrir hjartabilun einhverntíman á leiðinni. Það gerist á þeim tímapunkti þegar stjórmálamaðurinn fer að nota orð eins og "pólitískur frami" og "ferill í pólitík" um sjálfann sig. Þá er komin tími til að hætta.
Ég verð líka að viðurkenna að ég legg alltaf vel við hlustir þegar ég heyri umræðuna um úrelt lýðræði og tillögur að algerri uppstokkun.
Annars þarf ég að fara að rifja upp samband mitt við Reykjavík. Í næstu viku mun hitta 30 káta leikskólakennara og fara með þeim í sögu göngu um miðbæinn. Eftir svolitla umhugsun hef ég ákveðið að fara:
Ingólfstorg-Fógetatorg-Austurvöllur-Ráðhúsið við Iðnó-Kvennaskólinn-Þingholtsstæti. Það var sérstaklega beðið um að fókusera á sögu kvenna sem og dónasögur. Þessum óskum verður mætt eftir fremsta megni. Allar tillögur af efnistökum sem henta þessum rúnti eru vel þegnar.
2 Ummæli:
Dreifa textanum og láta alla syngja Krókódílamanninn - dónalegt lag þar sem hörkukona er prísuð. Samþætting gæti þetta heitið á stofnanamáli.
Það má örugglega rifja upp tippalinginn sem stóð í Hallargarðinum með bandspotta í limnum á einhverri listahátíðinni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim