Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, júlí 21, 2008

Hunangsflugur og stuðlaberg.

Ég fór að skoða uppdrætti af nýja tónlistarhúsinu við höfnina um daginn. Við Lækjatorg er komin þessi líka sallafína gestastofa sem ég hvet fólk til að heimsækja. Þar er hægt að skoða uppdrætti, þrívíddarlíkön og ég veit ekki hvað og hvað. Allt sett upp á sem aðgengilegastan hátt fyrir svona plebba eins og mig sem vita ekkert um arkitetkúr, rými og hljómburð. Tónlistarhúsið er risaframkvæmd á reykvískan mælikvarða og því er (vonandi) vandað til verksins. Súperstirnið Ólafur Elíasson er trompið að þessu sinni og hann á heiðurinn á klæðningunni sem verður utan um húsið, en hún verður úr gleri sem er skorið í sexstrendinga og raðað upp.

Mér fannst glerhjúpurinn minna mig á býkúpu. Fyrirmyndin var auðvitað stuðlaberg. Nema hvað.

Legg málið í dóm lesenda



Hér sjáum við stuðlaberg




og hér er hunangsframleiðsla








tónlistarhúsið.




Dæmi hver fyrir sig.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim