Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, júlí 13, 2008

Ekki er öll vitleysan eins


Hi Hafdis.

I´m a regular reader of IcelandReview.com and I really love your daily life columns. You have good sense for how to tell little day-to-day stories with humor, irony but yet touch of sweetness. Your take on whaling, protecting the environment and abortions have also been enlightening but still with your style of personal writing.

I was going to ask you a favor.. :) I look at the Visir.is website every so often
and i found a section "einkamál" . I am assuming it is the dating section!

I found this article for this young lady ( and i am 23 myself by the way...). Could
you please ouitline what she is saying about her self for me? I can read some of

it.. but i am still learning icelandic at the moment.

Regards,

Christian


:
Kvenkyns
Aldur:
23 ára
Landshluti:
Vesturland
Kynhneigð:
Gagnkynheigð(ur)
Hæð:
172
Þyngd:
95
Augnlitur:
Blá
Hárlitur:
Brúnt
Flokkur: Stefnumót, Vinátta / Spjall

Hvað get ég sagt.

Ég á mér ansi fjölbreyttan lífstíl og elska alla musmunandi hluta hans. Sem stendur
er ég að vinna í hestunum mínum eftir að hafa búið erlendis í ár og stundað sum
áhugamál mín þar að krafti ásamt því að hafa verið að vinna á ferðaskrifstofu.

Draumurinn er að ferðast meira og sjá meira en það er í áætlun eftir þrjú ár hjá mér
að ferðast um norður og suður Ameríku, getum orðað það þannig að ég hef enn ekki
fundið neitt sem getur fest mig vel á sama staðinn!

Áhugamál mín eru ansi fjölbreytt en svona sem mest ber á er það að ég elska að vinna
með hestana mína og bara vinna í sveitinni, þar fyrir utan skrifa ég mikið og les.
Ég viðurkenni einnig að ég elska spennu og hryllingsmyndir, eiginlega bara flest sem
fær hjartað til að slá aðeins hraðar.

Annars er ég sæmilega kaldhæðin, á það til að vera stríðin og mér finnst gaman að
því að vera í kringum fólk sem er pínu skrýtið og bara sannt sjálfu sér!

Annars, ef það er eitthvað sérstakt sem þig langar að vita, endilega spurðu.

V.

----

Ég varð pínu upp með mér, þar til að ég áttaði mig á að hann væri bara að smjaðra fyrir mér svo ég myndi þýða fyrir hann. Nú hef ég nokkra möguleika.
1. Hundsa þetta
2. Þýða, maður á ekki að standa í vegi fyrir ástinni, er það?
3. Þýða bandvitlaust, því ég er óféti.
4. Þýða með smá brenglunum hér og þar, því það væri svo fyndið (fyrir mig).

Annars lítst mér bara ansi vel á þessa stelpu fyrir hann Christian. Sveitastelpa með fjarlæga drauma, er það ekki alltaf voða kósý? Að vísu er hún aðeins í þyngri kanntinum, en það er líklega kjarnafæðinu í sveitinni að kenna. Það varð nefnilega offitu sprenging í sveitum landsins þegar ruslfæðið og sykurátið lagðist ofan á sveitamatinn. Ég er vissum að það rennur af henni hið fyrsta.

Sem betur fer aulaðist ég til að safna saman allri ir.com vitleysunni sem hefur streymt til mín síðan ég byrjaði að dálkast hjá þeim. Ég mun orna mér við þetta þegar fram líða stundir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim