Lesbókarbörnin halda áfram að skilgreina sjálfa sig á síðum Moggans. Nýja orðið á götunni er ,,síð krútt". Nú er sem sé ekki nóg að vera krútt, þú getur líka verið síð krútt. (post-cute) Björk og Sigrún Eðvalds eru víst prototype krútt, en við sem munum betur eftir Sigurrós og Múm erum síðkrútt. Að venju set ég upp skeifu þegar þetta málefni ber á góma og breytist í þverhausinn sem ég er. And-krútt myndu moggabörnin kalla það.
Annars er þýska fánanum flaggað á hvolfi fyrir utan Geysis húsið í kvosinni í dag. Það fannst mér mjög skemmtilegt. Sem sumarstarfsmaður í óteljandi störfum veit ég af reynslu að sumarstarfsmenn hefja sumrið með að klúðra öllu sem mögulega er hægt að klúðra. Ég sé fyrir mér hnípinn framhaldsskólanema sem vinnur í sumarafleysingum á Tourist information leita í örvæntingu af leiðbeiningum um hvernig fánar eigi að snúa, en ákveða svo að láta hendingu ráða úr því að hann fann engar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim