Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, maí 27, 2008

Þrjú illkvenndi sem settu svip sinn á síðustu helgi

Gláp var með hæsta móti síðustu helgi. Bar þar allt að sama brunni, því allar myndirnar sem ég sá innihéldu illkvenndi af bestu gerð, eiginlega sama illkvenndið í mismunandi útgáfum.

Hér koma þær:

Fyrst ber að nefna Dr.Elsu Schneider úr Indina Jones myndinni um síðustu krossferðina. Gráðugt tálkvenndi og handbendi nasista. Klassísk ímynd varnarlausu konunar sem þarf sífellt að vera að bjarga. Þess á milli er hún kvennsnift sem svífst einskis. Sýndi samt vott af veikleika þegar hún felldi tár á bókabrennu nasista. Örlög Elsu voru þau að hún datt ofan í hyldjúpa gjá þegar hún reyndi að seilast eftir hinum heilaga kaleik sem lá á klettasyllu. Skömmu síðar stóð sjálfur Jones fyrir framan sama valinu en valdi frekar að komast lífs af. Skilaboð: Konur sem leita að hinu ómögulega detta ofan í holu.




Næst er svo Dr.Irena Spalko (það var Indiana Jones maraþon um helgina)Hún hefur hlotið flestar orður Ráðstjórnarríkjanna og var eftirlætis vísindamaður Stalíns. Hún er svo sannarlega ekki varnarlaus því hún kann að skylmast, skjóta af hverskyns byssum og jafnvel lesa hugsanir. Irena þráir allra manna og kvenna heitast að hljóta ótakmarkaða visku og þekkingu, en því miður brennur hún upp innanfrá þegar verur úr annarri vídd bjóðast til að veita henni aðgang að allri þekkingu alheimsins. Indiana var sjálfum boðinn slík þekking en afþakkaði pent. Skilaboð: Konur sem leita að meiri þekkingu en þær geta höndlað fuðra upp.

Mér fynnst Dr.Irena vera afar vel heppnað illmenni.

Annars ætla ég ekkert að fara útí kynjapælingar í Indiana Jones myndunum. Þær eru alveg jafn klisjukenndar og í öllum hinum ræmunum. Framleiðendum og handritshöfundum til hróss má þó segja að þær fáu konur sem bregða fyrir í myndunum breytast. Fyrst voru það varnarlausu söngkonurnar sem leið yfir í gríð og erg og Indiana þurfti að burðast með á öxlunum í gegnum eld og brennistein. Í þau fáu skipti sem þær stóðu í labbirnar gerðu þær einhverjar gloríur eða sögðu eitthvað hrikalega vitlaust svo að Indy og hinir kallarnir hlóu upphátt. Svo sáu þær mús eða skriðdýr og þá var kominn tími á annað yfirlið. Í þriðju myndinni fær kvennpersóna að spreyta sig á illmennisrullunni og þá dugar ekki að vera illa gefinn. Hinsvegar getur sentímentið alveg verið til staðar enda bjargar Indy Dr.Schneider frá rottum og sefur hjá henni skömmu seinna. Dr.Schneider fær samt að gjalda lasta sinna í lokinn og er það vel. Dauðdögum illmenna á ekki að mismuna á grundvelli kyns. Dr.Irena er hinsvegar
21.aldar illkvenndi og laus við allt sentíment. Aftur á móti hafði hún svo mikið sex appíl að hún hvorki blotnaði né svitnaði, öfugt við flestar aðrar persónur í myndinni, og fall niður þrjá fossa náði ekki að bletta gráa júníformið hennar, né aflaga hárið.



Síðast kynni ég Ilsu til sögunnar. Hún hefur bæði verðið kommúnisti og nasisti en einnig fangavörður í kvennabúri Olígana. Ilse hefur ekki gráðu í einu eða neinu eins og hinar dömurnar, enda er hún miklu meiri barbari en hinar tvær, blóðþyrstari, grimmari og graðari. Ég sá Ilsu sem kommúnista um helgina, en stefni á að fylgjast með henni sem nasista ef ég get einhvern tíman losað mig við klígjuna sem fyllir mig í hvert skipti sem ég sé of mikið af blóði á hvíta tjaldinu.

Hér er Ilsa:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim