Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, maí 02, 2008

Skilmisingur lífs míns.

Eftir vel heppnaða 1.maí göngu afhjúpaðist misskilningur lífs míns á veitingahúsinu Vegamótum á meðan ég borðaði sjávarrétta eitthvað af alltof litlum diski. Miskilingurinn fólst í því að ég hefi víst aldrei lært að nota hnífapör rétt.

Misskilingurinn afhjúpaðist þanning: Eitthvað gekk mér brösulega að matast þarna á Vegamótum, maturinn hrundi af gafflinum og allt fór í óttalega kássu. Sessunautur minn fylgdist með og hlustaði á mig röfla þar til að hún sagði; ,,Já en Hafdís, afhverju notar þú ekki gaffla-fúnksjónina í gafflinum?" Ha! hváði ég. Ég er að nota gaffalinn!!
Nei, sagði sessunautur. Þú notar gaffalinn eins og skeið, mokar uppá hann matnum og svo hrynur hann allur af því þú ert svo skjálfhent. Það er miklu betra að þræða matinn uppá gaffalinn, til þess er hann hannaður.

...og heimurinn hrundi. 23 ára og hefur ekki masterað notkunn hnífapara. Ég skil ekki hvernig svona getur gerst á 21.öldinni. Er ekki alminnilegt velferðarkerfi hér á landi eða hvað? Hvernig gat þetta átt sér stað.
Eftir að ég komst yfir sjokkið og æft mig að nota gaffal á nýjan og áhrifaríkari hátt fór ég að hugsa um alla hina földu vankanta sem ég á líklega í fórum mínum. Ég veit ég er ekkert sérstaklega góð í að skilja hægri/vinstri hugtökin og þarf yfirleitt smá umhugsun í slíkum tilvikum, (en ég er þeim mun betri að nota áttirnar) en líklega er enn einhver forskóla þekking sem ég bý ekki enn yfir. Mig hrýs hugur við tilhugsunina eina saman. Ef lesendur vita af einhverjum slíkum má viðkomandi senda mér hljóðlega meil og ekki segja neinum frá því.


Svona á að nota gaffal. Stinga honum í matinn, þræða hina ýmsu bita af diskum upp hann og stinga síðan upp í munn. Gafall er sem sé gerður fyrir lóðrétta notkunn ekki lárétta. Ég ætla að biðjast undan öllum matarboðum á næstunni, eða þar til að ég hef náð fullkomun tökum á lóðréttri göfflun.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hahaha misskilningar geta verið af ýmsum toga .. biddu Ingu e-rn tíman að segja þér söguna af nætursöltuðu ýsunni!! ;)

vona þú hafir það annars ljúft frænka og sért til í sólina og sumarið :)

*knús* til þín

ps. eru margar sumarbústaðaferðir planaðar í sumar?? :D

7:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vissir þú, að þegar þú glímir við súpu sem er helst til heit til neyslu, þá er ráð að taka aðeins af yfirborðinu og sem næst börmum skálarinnar? Þetta er eðlisfræði!

Vissir þú að fiskihnífur er flatur og breiður, en ótenntur og egglaus, því hann á að nota til að skilja að (roð og bein frá kjöti fisksins), en ekki til að hluta niður? Stundum myndar haldið og blaðið líka gleitt horn, svo auðveldara sé að læða honum lárétt á milli úr ofanverðri stöðu!

Vissir þú að suða er fyrst og fremst þægileg, náttúruleg takmörkun á hita vatnins, en að sum matargerð nýtur góðs af örlítið lægra hitastigi, nenni kokkurinn að hafa fyrir því? Til dæmis þegar helt er uppá te!

Vissir þú að ef 90% af fólki hins vestræna heims myndi tileinka sér að hafa munninn alltaf yfir disknum, þá hefði það jákvæðari áhrif á umhverfið en ef 17% af þessu fólki keyrði aðeins rafmagnsbíla? Vegna minni þvottaefnis- og orkuneyslu!

Dettur ekkert meira í hug á þessu borðsiðasviði, sem þú gætir hafa farið á mis við, eins og er...

4:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta síðasta mun ég taka til mín, að halda munninum yfir borðaradíusnum það er. Hitt má eiga sig. Áa

1:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim