Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 30, 2008

4 árum seinna

Sólarsumarið 2004 afgreiddi ég ís í Breiðholtslaug. Það var mín fyrsta (og næstum því síðasta) reynsla af afgreiðslustörfum. Í vonskukasti yfir kröfuhörku og hortugheitum íslenskra fjölskyldna bloggaði ég þetta:

1.ágúst 2004
...[Þ]eir ættu frekar að temja apa eða ráða Mývetning í þetta [...] Verst er samt þegar ég þarf að selja vísitölufjölskyldunni ís.

Við ætlum að fá tvo hlunka eina dæetkók og eina pepsí, ha, nei vilt þú ekki svona (barnsgrátur) hvað viltþú? ó, þú vilt svona rauðan, eigi þið rauðan hlunk, afhverju eigi þið ekki rauðan, hvað meinaru að hann sé uppseldur, hættu að gráta siggi minn, konan á ekki rauðan hlunk hvað viltu í staðinn, hann vill svona, eigi þið það, já ok gott, þá er það tveir hlunkar, nei bíddu einn hlunkur, ein dæet kók og pepsí, já og bættu við einum lúxus ís með karamellu, já en Gunna var læknirinn ekki að segja að þú værir með of hátt kólestól? æ, þegiðu Jón, á svona degi má maður sko borða allt, já en læknirinn sagði Gunna mín,,Já ég sagði þegiðu Jón, þú mættir nú alveg tapa nokkrum kílóum sjálfur, hafðu það þá lúxusís og eitt Twix. Maaaaamaa, Siggi fékk stærri ís en ég, já, þú valdir líka hinn, ég vil ekki fá minni ís en Siggi vhahahahah. heyrðu áttu ein sem er svipað stór og þessi, já þessi er fínn, sko Stína mín, konan er að koma með ís sem er jafnstór og ísinn hans Sigga, heyrðu úpps hún missti hann í gólfið, get ég nokkuð fengið annan? þarf ég þá nokkuð að borga fyrir þennan? Það var þá ein dæet kók, ein pepsí, tveir hlunkar, einn lúxusís með karamellu og eitt Twix, hvað er það mikið, djöfulsins okur er þetta við gætum sko fengið þetta á hálfvirði í bónus, bíddu hvaða hortugheit eru þetta stelpa ég get ekkert farið í bónus blaut og í bikiníi ertu eitthvað verri? Já nei mér fannst þetta ekkert fyndið, settu þetta á kortið, geturu tekið 500 fram yfir, afhverju ekki, dísös kræst er það nú þjónusta, heyrðu seljiþið nokkuð skóreimar, þessi penni er handónýtur, virkar ekkert hérna? þú mátt henda afritinu.

Það er ekkert grín að reyna að geðjast kröfuhörðu og jafnramt hundleiðnlegu íslensku fjölskyldufólki.
---
maí 2008
Ég er sjúklega fegin því að þurfa ekki að gera nokkuð líkt þessu í sumar
Gleðilegan verkalýðsdag, öllsömul.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim