Síðasti dagur pseudo-vorsins.
Í dag er síðasti dagur fyrsta vors ársins. Það er að segja síðasti dagur fyrstu samfelldu veðurblíðunar sem sumir kalla vor. Á morgun brestur á með votviðri og leiðindum og svo á að frjósa. Ég held mig að sjálfsögðu innandyra, guð forði mér frá meiri útiveru en að skjótast inn og útúr bílnum mínum. Enda brann ég á nefinu þegar ég fór í labbitúr sl.sunnudag. Auk þess sem aumingja-ofnmæmið er farið að láta á sér kræla.
Framundan eru páskaeggjalausir páskar no.3. Ég hef bara svo hrikalega lág súkkulaði þolmörk að heilt páskaegg myndi ríða mér að fullu. Þetta á þó ekki við um litlu deserteggin í marglitu umbúðunum, þau henta mér ágætlega.
Hins vegar gæti ég náttúrulega bætt upp fyrir það með að vera duglega að spæla mér egg, skrambla þau eða búa til ommilettur.
Framundan er svosem lítið eitt annað en lestur, skrif og drykkja um helgar og á hátíðisdögum, auk þess sem ég ætla að fremja lítið skammarstrik í skjóli nætur fljótlega. Svona til að gera mér dagamun.
2 Ummæli:
Gleðilega páska kæra frænka ... vona þú hafir átt ljúfa daga! *hóst* kannski komist í sumarbústað út fyrir borgarmörkin ;)
ppsssst! þú baðst mig að láta þig vita!! kynið er komið í ljós ... daddara ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim