Ég er orðin kennari...
...íslenska og danska, 9. og 10. bekkur.
Karmalögmálið er búið að sjá til þess að nú fái ég að bíta í skottið á sjálfi mér og kenna dönsku.
Annars er það eitthvað undarlegt Catcher in the Rye heilkenni sem dregur mig í sífellu að kennslu. Ég held ég hafi melankólískara viðhorf til kennslu (eða mögulega uppeldis og umgengni við börn/unglinga) heldur en flestir grunnskólakennarar á Reykjarvíkursvæðinu. Hrokagikkurinn í sjálfri mér heldur því fram að kennaranám sé sniðið af því að þurrka upp sálina og hina lágstemmdtu kennsludramatík úr væntanlegum kennurum. Ég er hins vegar ekki kennaranemi og legg því mikla rækt við alla þá dramatík sem mögulega getur fylgt kennslu og skólum yfirhöfuð.
Næstu daga mun ég birta ,,Heimur-versnandi-fer" sögur úr skólastofunni á blogginu mínu, so stay tuned.
Nýjustu fréttir úr reynsluheimi unglinga:
Kveðjan ,,Sjáumst á eftir" þýðir í raun sjáumst á eftir á MSN.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim