Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, janúar 20, 2008

In memorian, eða ekki.

Þegar ég frétti að Bobby Fisjér væri allur fór ég strax að velta fyrir mér hvar hann yrði grafinn.
Mér datt strax í hug þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum og flissaði með sjálfri mér yfir tilhugsuninni um að hola niður bandarískum gyðingahatara í Mekka íslenskrar þjóðrembu.
Daginn eftir las ég í blöðunum að ég var ekki sú eina sem velti þessu fyrir mér. Hinsvegar er fólkinu þarna úti alvara.
Nú munu líklega margir fara að rífast um þetta og ég nenni enganveginn að taka þátt í því. Ég ber takmarkaða virðingu fyrir ritúölum íslensks þjóðernis og það sama gildir um skákmeistara. Mín vegna meiga Íslendingar búa til hetju úr Fisjér sjálfum sér til upphafningar og grafa hann hvar á landi sem er, en vá, hvað mér stendur á sama.

Ég er hræðileg í skák...ég er stundum að reyna að leysa þessa skákþraut á netinu en hef aldrei komist nálægt því. Ef einhver fattar trikkið, má hann/hún senda mér leiðbeiningar í pósti.
Ég hef heldur aldrei getað nema tvær hliðar á rúbiks kjúb og aldrei leyst sunnudagskrossgátuna. Afturámóti gat ég auðveldlega leyst Einstænísku gátuna um hver ætti fiskinn. Einhver sagði mér að allir starfsmenn Microsoft yrðu að geta leyst þá gátu. Örugglega flökkusaga samt.

1 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Ég gat þrautina eftir nokkrar umraðanir. Því ég er svo klár, sjáðu til. Get sýnt þér hvernig þetta virkar við tækifæri. Ég er hinsvegar afspyrnu hörmulegur í skák. Við ættum kannski að taka eina (bara að passa að enginn sjái til og geri grín).

6:35 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim