Ég fór í bíó. (æsispennandi)
Á tímum kóleru og niðurhals eru bíóferðir orðnar lúxus sem maður leyfir sér sjaldan. Ég er samt svo mikið barn að ég dýrka bíóferðir. Að vísu er ég hundfúl yfir því að Háskólabíó (og mögulega önnur kvikmyndahús) séu hætt að gefa manni alminnilegan bíómiða. Í staðin fyrir þennan gamla ljótgræna miða með afrifu og afsláttartilboði aftan á, fær maður kassakvittun í staðin. Ég hef lagt það í vana minn að halda til haga bíómiðum af góðum myndum (Dangerous Mindes, 1993, var sá fyrsti) og ég myndi líka safna bíóprógrömum ef þau hefðu ekki verið fyrir mína tíð.
Það kemur aftur á móti ekki til greina að ég fari að safna kassakvittunum. Sem er synd, því gærdagsmyndin átti það skilið.
Eftir að hafa nöldrað í nánustu vinum yfir bíóferðaleysi og skorið upp herör gegn niðurhöluðum myndum tókst mér með gylliboðum að verða mér úti um bíófélaga í gær. Ferðinni var heitið á Persepolis, teiknimynd eftir sögu sem flestir af mínu sauðahúsi dýrka og dá.
Myndin stóðst fullkomlega allar væntingar og sérstaklega fannst mér tónlistin vera æði.
Ég ætla ekki að breyta þessari færslu í kvikmyndamyndarýni og læt því duga nokkur yfirborðskennd lýsingarorð á borð við; frábær, æði ect.
Það sem var ekki æðislegt var hinsvegar maðurinn sem sat á næsta bekk fyrir ofan okkur. Hann hraut. Nú veit ég að kvikmyndir sem eru sýndar á frönskum kvikmyndahátíðum hafa oft svæfandi áhrif, en hversu sálar-og hjartalaus er sá sem sofnar yfir örlögum borgara í Terehan á tímum íslömsku byltingarinnar???
Ég reyndi að henda í hann poppkornum svo lítið bæri á, en hitti illa og varð mér til skammar.
Ég hef að vísu sjálf sofað í bíó, en ég legg ekki Borne Identity að jöfnu við myndir á borð við Persepolis. Auk þess sem ég er svo smekkleg að ég myndi aldrei hrjóta hátt og snjallt í bíó, þó svo að mér dytti ég hug að hvíla augun.
4 Ummæli:
Fór á hana í gær. Hún er ÆÐI! :)
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.
Ég tók ekkert eftir þessum móróní... En ég er líka svo hrifnæmur og fylgdist með myndinni í andtakt, tár í hvörmum, meðvitundarlaus um raunverulegt umhverfi mitt.
En svo fór ég á aðra mynd á hátíðinni sem var svo innileg eins og mynd á að vera á franskri kvikmyndahátíð: Harmþrungin orðalaus samtöl, nekt, leggjalangar konur sem mæna fjarrænar útum glugga, rifrildi elskenda, heimspekivísanir, órætt myndmál og píanótónlist. Ekki eins góð en alveg sport.
Hann sat líka fjarri þér. Fyrir ofan mig, tveimur sætum á ská.
Tilfinningaþrungnasta atriðið úr bókini (aðmínumati) var samt ekki eins dramatíkst í myndinni. Sem er eins gott, því annars hefði ég fengið ekka.
-HH
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim