Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, desember 25, 2007

jólajóla

Jólagjafaheimtur voru með ágætum þetta árið. Svo virðist sem vinir og ættingjar hafi afar náinn skilning á því sem skiptir mestu máli um jólin. Þ.e að lesa góðar bækur, hlusta á góða tónlist* og vera hlýtt, þá sérstaklega á tánum.
Ég og móðir slóum í gegn í eldhúsinu að vanda. Reiddum fram eina þríréttaða eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég og móðir erum fagurkerar og lífskúnsterar þegar þannig liggur á okkur og gærdagurinn var svo sannarlega einn af þeim dögum.
Að vísu varð mér á að borða eina teskeið af óblönduðu andasoði (sem er bara einhver andskotans efnafræðiafurð og ætti eiginlega ekki að nota í mat) og dauðrotaði nokkra bragðlauka í leiðinni. Restinn gekk áfallalaust fyrir sig.
Rauðvínssósur hafa alltaf átt upp á pallborðið á heimilinu síðan að yngsti laukurinn (ég) lærði að drekka rauðvín án þess að fitja upp á nefið. Síðan þá hefur rauðvínsnotkunn í matargerð farið sí vaxandi og náði hámarki í gær. Þegar við bárum matinn á borð kom nefnilega í ljós að nánast hver einasti diskur á borðinu hefði komist í snertingu við rauðvín á einn eða annan hátt. Rauðvínslegnar andabringur, rauðvínssoðnar perur, rauðvínssósa, rauðlaukur soðin úr púrtvíni. Ég hefði bara þurft að hella smá slettu á kartöflurnar og salatið til að fullkomna myndina. Enda hef ég aldrei fyrr orðið full við að borða mat.
Pabba fynnst alltaf hálfgerð synd að horfa uppá okkur mömmu hella dýru víni í potta og á pönnur og grætur einu tári fyrir hvern desilítra sem ég og móðir gusum yfir matinn með okkar fullkomlega brenglaða verðmætaskyn. Hann kvartar samt aldrei meðan hann borðar, helvískur.

Síðan kom jólasnjórinn í gær. Ekki nóg með það heldur bætti Breiðholtið um betur með jóla þrumuveðri. Það hef ég aldrei upplifað áður en þótti mikið til koma.

Veriði svo dugleg að jólast þarna úti.

*hvað maður flokkar sem góð tónlist er náttúrulega fljótandi hugtak. Sumir innan veggja þessa heimilis vilja meina að 100 country classic hits sé góð tónlist. Því er ég ekki sammála.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól Hafdís mín! :)

11:22 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim