Atvikið sem lyfti deginum upp á æðra plan.
Ég bara verð að deila þessu með lesendum síðunar (sem eru btw alveg heilar fjórar sálir, en þar sem ég er ekki í vinsældarkeppni og hef engan sérstakan áhuga á að mogginn birti eftir mig klausur, stendur mér hjartanlega á sama)
Núna rétt í þessu fór ég á hina ágætu síðu www.dictionary.com til að slá upp einhverju sem ensku kunnáttan mín náði ekki yfir. Síðan fór ég að slá upp hinum og þessum orðum til að næra mitt innra málfræðinörd. Ég fæ alltaf létta gæsahúð yfir netsíðum sem sýna á grafískan og aðgengilegan hátt orðsifjar og orðasambönd.
Allavega komst ég að því að diksjónaridotkom, verandi afar mikið lesin síða, hefur komið sér upp sérstakri fjáröflunartækni.
Í hvert skipti sem slegið er upp orði birtast tenglar á auglýsingasíður sem tengjast téðu orði.
t.d ef þú slærð inn hopeless færðu upp styrktarsíðu fyrir krabbameinssjúklinga.
"believe" gefur þér Is this salvation? sem er einthvað biblíurúnk. Ef þú opnar síðuna birtist tölvuteiknuð kona og les vers dagsins.
"fuck" gefur þér Chat and improve your english, Members from U.S, China, Brazil, Turkey and more.
homosexual, gay, transgender, lesbian og fram eftir götunum gaf upp Learn Chinese visually. Ég kem ekki auga á tenginguna í fljótu bragði.
"friend" gaf upp Make friends private-India´s safest social network
"suicide" gaf að sjálfsögðu upp enn fleiri biblíusíður.
"doorman" gaf upp Schweiss Doors. Specially desigened to meet your unique needs. No door is too small.
"alone" vísaði á heimasíðuna Don’t Go Here Unless You’re Serious About Understanding Men!www.Learn-How-Men-Think.com. Þá hló ég upphátt!
Ég sé fram á að hanga mikið á dictionary.com næstu daga og ég ráðlegg ykkur að gera slíkt hið sama.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim