Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, nóvember 12, 2007

Gerði aðra tilraun til að lesa moggan. Sá í fyrirsögn í lesbók að krúttin ku vera dauð. Ég hoppaði hæð mína af gleði og fannst jafnvel að skammdegið væri aðeins bjartara. Þegar ég fór út urðu samstundis á vegi mínum tvö krútt. Annað þeirra spratt uppúr moldinni, ullaði á mig og fór síðan að róta eftir möðkum. Hitt lá undir hrúgu af rotnandi laufum og hraut. Rumskaði aðeins þegar ég sparkaði í það en hélt síðan áfram að sofa. Það er nokkuð ljóst að Mogganum er ekki treystandi lengur.

ps. á þessum síðustu og verstu tímum hugtakaruglings og sjúklegrar áráttu til að hólfa niður samtíman varð skammhlaup í hausnum á mér. Nú á ég það til að ruglast á einföldustu hugtökum eins og t.d krúttum og garðálfum.


Ég held að rússneskukennarinn minn (sem er frá Rússlandi og var gerð út af örkinni af Björgólfsfeðgum, án þess að hafa mikið um það að segja) þjáist af alvarlegu skammdegisþunglyndi.

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hehehe....garðálfar!
varstu að hlusta á Múm?

-viljandi nafnlaus

2:54 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim