Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Manifesto

1.1.Þetta er staður sjálfhverfu, hversdagsleika en umfram allt vitleysu. Þetta blogg er ekki vetvangur fyrir málefnalega umræðu og vitsmunaleg skoðannaskipti. Hér verða ekki gerðar tilraunir til að greina samtímaumræðuna eða veita henni í nýjan farveg. Gagnrýnar skoðannir og skýringar munu ekki birtast hér.

1.2.Hlutlæg rök verða að rökleysu á þessu bloggi og rökleg hugsun verður ekki liðinn undir nokkrum kringumstæðum.

1.3.Höfudur gefur sig út fyrir að vera skoðannalaus og vel undir meðalgreind.

1.4.Þetta er reyklaust blogg sem hefur ekki vínveitingaleyfi, þannig að djammsögur verða að finna sér annan farveg.

1.5. Hér verður ekki bloggað undir rós

1.6.Broskallar eru með öllu bannaðir.

1.7. Að undanskildum reglunum að ofan, er þetta blogg lögleysa og því verður ekkert tillit tekið til samræmdra reglna um málfar og stavsetningu.

Reglur um kommenntakerfi.

2.1 Öllum er frálst að nota kommentakerfið, nema höfundur taki annað fram.
2.2 Hafi gestur heimsótt síðunna oftar en 2 sinnum ber honum siðferðisleg skylda til að kommenta. Einnig eru reglulegir lesendur skildaðir til að kommenta við amk fjórðu hverja heimsókn.
2.3 Það skal kommenta undir nafni, dulnefni eru leyfð svo framarlega sem höfundur geti ráðið í þau.
2.3 Dónaskapur, meifýsni og allrahanda skítkast er velkomið, nema það beininst að höfundi.
2.4 Komment sem innihalda broskalla verða fjarlægð samstundis (sjá 1.6)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

núna get ég ekki hugsað um NEITT annað en að gera broskall!!! *blikkkall* hlýtur að vera hægt að fara kringum þessar reglur þínar.. hmm...

2:28 e.h.  
Blogger Orri sagði...

Það hlaut að koma að því...

3:37 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim