Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Eftir ítarlega rannsóknavinnu hef ég komist að eftirfarandi.
Það eru fleiri kettir í þingholtunum heldur en í vesturbænum.
og
það eru fleiri kettir í gamla vesturbæjnum heldur en þeim nýja.

Ég dreg engar sérstakar ályktanir af þessum niðurstöðum aðrar en þær að ökumönnum í Þingholtunum er hættara við að keyra á kött en í öðrum borgarhlutum.
Þessi fjölgun katta er ef til vill í samhengi við leiðarkerfi strætó. Enginn strætó keyrir lengur í Þingholtunum (leið 1- kleppur/harðferð, gerði það lengi vel að mig minnir) og því má velta því fyrir sér hvort að meðalaldur katta í hverfinu hafi ekki lengst um þó nokkur kattaár fyrir vikið.
Einnig er meira af dúfum og rusli í þingholtunum, en dúfur og rusl eru einmitt kjörfæða katta.

Blaðamenningu á Íslandi fer aftur. Eina blaðið sem ég gat hugsað mér að lesa yfir kornflexinu var skóknartíðindi úr Seljakirkju. Fréttir úr fermingafræðslu barnanna úr hverfinu, myndir úr barnamessum, hugleiðingar um sóknarstarf og dagskrá yfir biblíufundi var lystaukinn í morgun. Ef launaðir blaðamenn geta ekki slegið út helgislepjuna í séra Bolla Pétri er eitthvað mikið að. Og ekki er um að kenna gúrkutíð því uppáhalds tími allra menningavita landsins fer senn í hönd. Fólajólaflóðið. Ég gef mogganum viku til að bæta sig, síðan ætla ég að nauða í foreldrum mínum og fá þá til að segja áskriftinni upp. Fréttablaðið fáum við hvort eð er aldrei og mér finnst 24 stundir vera of ljótt nafn til að nenna að fletta blaðinu.

1 Ummæli:

Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

á ég að lána þér múmínblöð?

5:07 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim