Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, nóvember 17, 2007

Að kasta nöfnum.



Eins og vera ber, þegar ég er undir miklu álagi, fer hugurinn á flakk og fer víða. Áðan tók ég andlegt nostralgíu kast og fór að rifja upp hvað hefur verið mér hugleikið síðastliðna hálfa árið.

Auk hversdagslegra hugleiðnga um hækkandi matvælaverð, hækkandi aldur, hækkandi útgjöld og annað sem vex og dafnar, hef ég mikið verið að velta fyrir mér því sem kallast name-dropping, eða nafnakast á íslensku.
Namedropping kallast fyrirbærið þegar fólk reynir að sýna fram á eigin ágæti með því að vísa í annað fólkt. Slíkt atferli á sér yfirleitt stað í samræðum og fer þannig fram að viðmælandi treður einhverju nafni inní eigin frásögn til að sýna fram á tengsl við vikomandi aðila, sem yfirleitt er frægur, virtur á sínu sviði eða einfaldlega kúl.
Með slíkri tengingu er reynir viðmælandi að falast efir félagslegri viðurkenningu þeirra sem hlusta tengslanna vegna. Einnig getur tengingin sannað að sá sem kastaði nafninu hafi einhvern pata af sérþekkingu þess er vísað var til.
Að sjálfsögðu skal það tekið fram að nöfn á fólkinu í kringum okkur eru sjálfsagður hlutur í samræðum. Þó það nú væri. Nafnakast er hinns vegar þegar fólk er nefnd á nafn án þess að hafa nokkurn relevans við umræðuefnið.

Ég er með óþol fyrir nafnakasti. Alltaf þegar einhver fer að kasta til nöfnum byrja ég að ranghvolfa í mér augunum og sett upp skítaglott.
Ég þjálfaði upp þetta óþol í sumar, þegar ég kynntist stelpu sem gat varla komið útúr sér heilli málsgrein án þess að tengja hana við a.m.k einn pólitíkus, tvo listamenn og einn sérfræðing. Allt saman persónulegir vinir hennar. Ég efaðist svo sem ekkert um það, enda er hún vinsæl með eindæmum. (ógeðslega margir vinir á feisbúkk og mæspeis, sko)
Hún gekk svo langt í nafnakastinu að eftir stutt kynni gat ég þulið upp flesta af hennar æði mörgu vinum, innri tengsl, ytri tegsl og hvaðeina. Ég skildi aldrei alminnilega afhverju.
Afhverju þurftu umræður sem snérust t.d um hvar sé hægt að fá bestu sjávarréttasúpuna (sem er í ostabúðinni við Skólavörðustíg, fyrir áhugasama) uppí að tilgreina með hverjum téð súpa var étin? Skipti kannski meira máli að sýna að súpan var ekki étin í einsemd, heldur í faðmi vina sem líka eru svakalega málsmetandi og kúl?

Þetta er náttúrulega óþolandi. Viðmælendur mínir eiga yfirleitt athygli mína óskipta. Þessvegna vil ég vita hvað þeir voru að gera, hvað þeir voru að hugsa og hvar þeir borða súpu. Ekki einhverjir aðrir. Þetta kristallast í bloggmenningunni. Bestu bloggin eru þau sem nefna fæst nöfn.

Við þessum heimsósóma er bara eitt í stöðunni. Bullandi andspyrna. Og það hef ég gert.
Ég var svo sem ekkert svakalega í nafnakastinu fyrir, en nú hefur verið tekið fyrir slíkt. Ef ég nauðsynlega þarf að minnast á annað fólk, þverneita ég að troða einhverjum titli fyrir aftan. Ég hef líka gersamlega sneytt fram hjá tengslamyndandi umræðum s.s ,,Já, varstu í MR. Góður vinur minn, hann Jói, var líka í MR, þekkiru hann?-Já einmitt, hann spilar núna á trommur í hljómsveitinni The Band, þeir eru að fara að spila á Airwaves".

Nú er liðið hálft ár og ég hef aðeins kastað nafni tvisvar. Einu sinni var það óvart. Ég var að brasa við að gagna í augun á sætum háskólanema og ákvað að kasta nafni til að líta aðeins betur út. Þarf ég að taka það fram að það heppnaðist með eindæmum illa og mig grunar að viðkomandi haldi að ég sé hallærisleg.
Hitt skiptið hafði ég engra kosta völ. Ég var í kaffipásu með notoríus nafnakastara sem var farinn að horfa á mig eins og ég væri fífl, því ég virtist ekki geta kastað nafni. Þar sem mér þykir temmilega vænt um þennan nafnakastara kastaði ég tveimur nöfnum, svona til þess að vera með. Óþarfi að kasta vináttu á glæ þó maður kasti ekki nöfnum.

Efnisorð:

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég stóð mig einmitt að þessu á föstudaginn þrátt fyrir fyrrum loforð mín um virka andstöðu. Þetta er lúmskur andskoti.

En ég mun því vera extra virk næstu daga að jafna upp þetta karmaójafnvægi sem ég kom mér í og neimdroppa mömmu óspart.

Áa

10:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Athyglisvert...! Það fylgir ekki sögunni hverjum þú nafnakastaðir og við hvaða tækifæri?
Þér er alveg óhætt að láta það flakka. Þetta er soddan laumublogg hvort eð er.

Hafdís

11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Væri það ekki ennfrekara nafnakast?

Þú gleymir samt jákvæða, eða alltént jákvæðari, útgáfu nafnakasts; að minnast á fólk af barnslegri einskærri aðdáun eða sem áhrifavalda, án þess leynt og ljóst sé verið að hefja sjálfan sig upp með því. Svona eins og þegar ég tala um þig við fólk.

Annars þekki ég svo marga fræga og fallega að ég hef löngu tamið mér hóf í þessu...

1:46 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim