Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, desember 05, 2007

Stephen King kvað?

Um daginn fékk ég martröð. Ekki þessa venjulegu slæmu drauma þegar maður vaknar með tárin í augunum yfir látnum ástvini, eignartjóni, heilsutjóni ect, heldur alvöru martröð með sundurskornum líkum, keðjusögum og fleira í þeim dúr. Ég vaknaði í svitakófi við veinin í sjálfri mér og komst að því að ég hafði klórað mig til blóðs í svefni.

Og vitiði bara hvað, fólkens?
Ég var bara helvíti ánægð með næturbíóið! Ég fékk oft martraðir af þessari stærðargráðu þegar ég var krakki. Þar sem ég var svo mikið blóm þegar ég var barn og átti auk þess í stökustu vandræðum með að greina á milli raunveruleika og ímyndunar hræddist ég þessar martarðir meira en allt og þurfti ævinlega að skríða til fóta hjá foreldrum eða bróður ef mig dreymdi illa.
Núna er ég hins vegar orðin svo stór að ég get alveg fundið út uppá eigin spýtur að limlestingar og keðjusagir tilheyra ekki mínum raunveruleika.

Á meðan ég lá í rúminu og var að losa mig úr sængurverinu að loknum draumförum (Sængin var farin eitthvert útí buskan) fór ég að rifja upp drauminn og komst að því að undirmeðvitundin mín hefði farið á kostum. Bæði hvað varðar söguþráð og listræna framsetningu.

Sögusviðið var lítið og einangrað þorp í skosku hálöndunum. Þar var allaf þoka og rigning. Götur, þök og eiginlega bara flestir efnislegir hlutir voru mosagrónir. Mosinn var skærgrænn (eins og blautir mosar eiga að vera) og var því skemmtilegur kontrast við grámóskuna sem var allt um lykjandi. Hópur barna í þorpinu (aldur 5-10 ára) taka sig til og fara að slátra foreldrum sínum þegar engin sér til. (nema undirrituð) Aðferðir þeirra við slátrunina eru hinar frumlegustu og engin ástæða til að fara nánar útí það hér.
Þegar barnaslátraranir komast að því að ég viti af áhugamáli þeirra er mér boðin díll, ég haldi kjafti eða fari sömu leið. Bæjarbúar standa á öndini yfir morðöldunni sem gengur yfir bæinn, en að sjálfsögðu grunar engan blessuð börnin. Yðar einlæg reynir síðan með klækjum að spila með báðum liðum. Halda morðbörnunum grunlausum, en smygla foreldrum útúr svefnherbergjunum á nóttinni. Að sjálfsögðu kemst upp um mig á endanum og lokaatriðið er æsilegur eltingaleikur um fjölbýlishús sem virtist vera teiknað af Tim Burton.

Að sjálfsögðu fléttuðust inní þetta nokkrar hliðarsögur og skondin samtöl með one-linerum.
Þó að söguþráðurinn sé ekki sá allra frumlegasti kom þetta allt saman mjög vel út í draumi og mig hefur sjaldan dreymt svona eðlilega söguframvindu. Líklega er hausinn á mér að vinna gegn hræðilega leiðinlegu prófaskammdegi. Reyna að halda uppi einhverri spennu, úr því að hversdagsleikinn hefur brugðist. Húrra fyrir því.


Prófið í gær tók allan daginn. Þegar ég settist inn í stofuna á hádegi var sólin rétt að skríða uppá himinin og þegar ég fór út um fjögur leytið (lesblinduaumingjar fá lengdan próftíma) var hún að síga niður bak við sundin.
Prófið gekk ágætlega, ég beygði sagnir og nafnorð eins og ég hefði aldrei gert annað en gleymdi hinnsvegar hvorukynsendingum lýsingarorða.


ps. Sara, þú hafðir rétt fyrir þér. Hallgrímskirkja spilar Íslandögrumskorið á heilatímanum. Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu fyrr en ég upplifði herlegheitin í fyrradag. Veðjuðum við uppá eitthvað mikið??

1 Ummæli:

Blogger RaGGý og InGa sagði...

úfff próftíminn!!! Átt alla mína samúð frænka .. baráttukveðjur af Völlunum!!

9:05 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim