Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, desember 17, 2007

Bólur og Baugar

Þegar ég var unglingsgrey fékk ég aldrei bólur. Það þótti mér miður, því bólur voru fullorðins. Bólugrafinn áttundubekkingur var meira virði en sá sem var ennþá með slétta barnshúð og hvolpaspik. Ég gat á engan hátt tekið þátt í umræðum um bólufelara og aldlitskrem, enda vissi ég ekki munin á graftarbólu og fílapensli fyrr en ég var orðin 14.
Þeir allrasvölustu sem voru með ódáðahraun framan í sér fengu svo sterameðferð. Ég fékk bara freknur en þótti mikið til koma þegar bollukinnarnar hurfu þegar ég var 15 og fyrstu broshrukkurnar komu. Hrukkur eru nefnilega fullorðins og þá ég gat bætt upp fyrir bólu-missinn.

Í menntaskóla voru bólur orðanar að hversdagslegum leiðindum. Baugar komu í staðin sem tákn um þroska og fullorðins hátt. Í kring um bauga myndaðist svo dularfull stemming og hálfgerð mistík, vegna þess að sá sem er baugaður í kringum augun hefur ekki sofið. Á aldri þar sem allir sofa á nóttunni og vaka á daginn er vökunótt hlaðin óútskýranlegu seiðmagni.
Ég fékk aldrei bauga heldur. Hversu ósofin sem ég var. Á síðari árum menntaskólagöngu minnar, þegar vökunætur voru orðnar daglegt brauð, fannst mér ennþá hálf súrt að geta ekki fært hlutlæga sönnun fyrir þeim með tilheyrandi baugum.

Ég var tvítug þegar ég fékk mína fyrstu bauga og ég man það eins og það hafi gerst í gær. Ég var í sundi í Fredriksberg og þegar ég sá spegilmynd mína blasti við mér fjólublá litadýrð undir augum. Dökkir tónar við augnakrókin nær nefi en deyfist síðan eftir því sem fjær dregur.
Baugamistíkin klæðir mig ekki. Stelpur sem eru sætar með bauglegt heróín lúkk eru aðeins til í tímaritum sem eru prenntuð á glanspappír.

Í dag er ég með bauga sem rekja má beint til vinnutarnar, þrítugsafmælis og skammdegis. Þeir leggjast utan á baugana sem komu í prófatíðinni. Kannski að ég velji mér jóladress í stíl við bláu tónana framan í mér.

Þessi færsla er grótesk, en gróteska er víst eina stílformið sem stelpur ráða alminnilega við. Ég hvet alla sem lesa þetta til að taka undir og blogga um andlitið á sér.

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég man eftir mjög svo fagur-fjólubláum bauga undir hægra auga í menntaskóla sem þú áttir allan heiðurinn af;).. svo þó að þú hafir ekki haft þá sjálf, þá varstu mjög skapandi í þessum efnum!!

3:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

tíst...
já, ég man eftir því! Ein af mínum bestu stundum.
hh- hryðjuverkamaðurinn á braut 5.

3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim