Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, desember 16, 2007

Nei, við eigum sko engan Arnald. Allur Arnaldur er í útláni frá Grafarþögn og uppúr. Þú getur fengið að panta þessa nýjustu sko, en hún verður ekki laus fyrr en í mars. Farðu bara í lithimnu skannan þarna til hægri og þá munum við senda þér alla íslensku reyfarana þráðlaust.
Lesandi góður! Vissiru að flestir íslenskir glæpir eru framdir í hausunum á rithöfundum sem dreymir að slá í gegn í kilju?
Það er eitthvað svo hræðilega sikk við liðið sem kemur um hverja helgi og étur reyfara í tugatali. Einn fastakúnnin kom til mín um áðan.
Héddna...mig vantar eitthvað að lesa, geturu ráddlagt mér eittkað?
Já? hvað fynnst þér skemmtilegt að lesa?
Æi, þúst, glæpasögur, abuse og svoleiðis.
Ég var semi drukkin í vinnuni og spurði því: Já, þú fílar sem sé að lesa um misnotkunn?
já. án þess að sína nokkurn vott af skömm.
Ég benti henni á clock work orange og fór síðan uppí barnadeild. Blessuð börnin eru varla farin að hafa smekk fyrir misnotkunn strax.

Ég ætla samt að gefa sjálfri mér smá kredit. Ég er fjaskalega alúðlegur starfskraftur. Ég er náttúrulega fullkomlega metnaðarlaus, en ég hef voða þægilegt notendaviðmót, svona rétt eins og nýjasta útgáfan af Windows. Enda koma allir með sem eru að pukrast með jaðarlesefni til mín. Ég er búin að komast að því að í teiknimyndadeildinni leynast hinar svæsnustu sögur. Enda eru unglingarnir löngu hættir að stelast í bleikt & blátt en liggja yfir Hentai í staðin.
Ég hef lúmst gaman að því fara í uppröðunarleiðangur þegar ég veit af unglingshræðu útí horni að lesa japanskar dónasögur. Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Besta trixið sem ég hef séð var bólugrafin stelpa sem var með risa ensælópídíu með sér sem hún breiddi yfir dónabókina þegar ég nálgaðist. Gef börnunum samt hugrekkis-prik ef þau þora að koma með lesefnið í afgreiðsluna og fá lánað. Þá set ég upp þægilega notendaviðmótið, lít ekki á titilinn heldur skanna inn með hraði og set í poka þannig að titilsíðan snúi niður. Síðan brosi ég og útlista skiladaginn.

Framundan er síðasta vika fyrir jól. Síðustu vikur hafa farið í próf, skrif og félagslega einangrun. Öll boðum um kaffihús, bíó, slúður ect verður núna tekið fagnandi. Þeir eru búinir að búa til ræmu úr einni af mínum uppáhaldsuppáhalds, His dark materials, fyrstu bókinni, Norðurljósin sem fékk víst nafnið Gyllti áttavitin. Mikið hlakka ég til að sjá útkomuna. Klókir lesendur geta séð að ég er að grátbiðja um að einhver nenni með mér í bíó. Ekki meira af óskýrum sjóræningjaupptökum eða dánlódi á litlum tölvuskjá. Nú langar mig í actual bíó.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér fannst þú hetja að fara í vinnuna! Ég sit og drekk kaffi í lítravís og reyni að mjaka mér áfram um nokkrar blaðsíður. Það mjakast. Er samt enn svo stolt af bókarafhendingunni frá því í gær að ég er aðallega bara að hugsa um hana! :)

3:56 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

veiii til hamingju með lokin! ég er búin á morgun og verð þá geim í flest, verðum í bandi?

8:55 f.h.  
Blogger RaGGý og InGa sagði...

hahaha Það mættu fleiri nýta sér þetta þægilega notendaviðmót þitt! ;)
Hafðu góðan dag frænka.

10:18 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim