Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, desember 19, 2007

Einu sinni...

Var ég 15 ára og fór í Eymundson í kringlunni með fyrsta bókalistann úr menntó. Þetta var áður en að bankarnir fóru að veiða unglinga í skuldafen. Einu áreitin tengd skólagöngu voru frá bókabúðunum (sem þá voru ennþá í samkeppni) sem vildu fá til sín kúnna. Ég man að ég fór í Eymundson vegna þess að þeir höfðu samið við nemendafélagið og gáfu mér dagbók. Á innsíðu dagbókarinnar voru tölulegar "staðreyndir" um menntaskólaárin.
Vissiru að...
55% prósent fólks segja menntaskólaárin bestu ár lífsins? Stóð meðal annars og ég held að aldrei áður hafi ég upplifað eins mikla pressu. Nú færu í hönd gullárin og það væri undir mér einni komið að standa mig. Annað tækifæri fengi ég ekki.
Ég eyddi menntaskólaárunum aðallega í unglingauppreisn. Ég datt inní frekar róttækan félagsskap sem hentaði mér ágætlega. Saman með nokkrum öðrum eyddi ég fjórum árum í að vera á móti öllu. Mest þó sjálfri mér, þó að ég segði engum frá því.

Ágætis target fyrir bitra unglingauppreisn voru fyrirbæri eins og jól.
Þegar ég var 17 ára skrifaði ég þetta á bloggið mitt, þegar ég var að hnýta í jólin. Þá sturluðu smáborgarahátíð neyslumenningarinnar sem mér fannst þau vera:
Sleppið jólatrénu, fáið ykkur jóla-katkus í staðinn. Fyrst að rjúpur eru friðaðar í ár, hvernig væri að hafa máf í matin, þeir eru svo sannarlega ekki friðaðir.

Mikið ofsalega er ég hamingjusöm að vera ekki 17 lengur.

Ég bið lesendur afsökunar á þeim mikla nostralgíuham sem bloggið mitt er í þessa daganna. Ég veit hreinlega ekki afhverju ég er svona upptekin af sjálfri mér. Þetta lagast líklega þegar ég skila af mér ritgerðinni og fer aftur að umgangast fólk.

Þú færð jólamáfinn í Hagkaupum. Vorum að fá úrvals sílamáfsbringur og reyktan silfurmáf. Veiðibjöllur á sérstöku tilboðsverði.

3 Ummæli:

Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

Ég skal fara saman með þér í bæinn á morgun og við skulum vera á móti allskonar hlutum, en aðallega þó fávísum menntaskólanemum, og nota hvert tækifæri til að líta þau heimsvönum, illkvittnislegum vorkunnaraugum fyrir að vera pottþétt ekki að nýta árarjómann sinn betur en við gerðum.

12:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sem betur fer fullorðnumst við flest og lifum af unglingsárin með öllu því sem þeim fylgdu ;)
Ég er samt alltaf rétt tvítug í hjarta og finnst ég óskaplega óþroskuð á köflum sérstaklega ef fliss og aulahúmor tekur yfir :D

Það gengur yfir eins og allt annað :)

12:15 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

sjálfhverfa smásálin í uppreisn... gaf ég þér ekki jólakaktus? æ þú veist hvernig minnið er...
en hei, ég sé hér að neðan að þú gerir ráð fyrir því að pabbi þinn lesi ekki bloggið þitt, það er djarfur leikur.

1:59 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim