Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Annales

Þegar ég lít um öxl sé ég þetta:
Tár, bros en engir takkaskór. Varð sjálfri mér oft til skammar og öðrum til ama en gleymdi því jafnóðum. Lauk prófum. Svaf sumarið af mér. Eyddi páskunum við Eystrasaltið annað árið í röð. Átti merkilega góðar stundir við Arnarhól. Fékk 831 hate-mail á einni viku útaf greinarskrifum, þar sem mér var m.a hótað lífláti. Gerði tvær tilraunir til að drekka kaffi. Net tengdi tölvu alveg sjálf. Sannfærði stórabróður um að flytja að heiman svo ég gæti fengið kjallarann.

Mikilvægara er þó að horfa framávið og það ætla ég að gera í formi áramótaheita. Ég strengi venjulega aldrei áramótaheit en nú er nauðsyn.
Áramótaheitin eru;
1. útskrifast
2. hætta að reykja í eitt skipti fyrir öll.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvaða hate-mail? Þú verður endilega að segja mér frá því!

Og meðan ég man, linkurinn að myndunum að kveðjuveislunni þinni er http://helgafell.rhi.hi.is/raudeygu-skrimslin/

3:31 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim