Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, janúar 07, 2008

Fuglager

Jólin voru afar ljúf í ár. Jólaboð voru í sögulegu hámarki og það sem meira er, jólaboð þar sem vel var veitt voru einnig í hámarki. Ég var hálfgerður heimalingur yfir jólin, svona til að bæta upp alla fjarveruna á aðventunni, og hef eytt tímanum í hangs, lestur og hyggesnakk við familíuna. Á slíkum tímum leti og áhyggjuleysis fæ ég sérstakan áhuga á fuglalífinu í kringum mig. Fuglar hverfisins eiga sér fast hæli í garðinum okkar yfir jólin. Þröstunum er gefið epli og brauð úti á verönd, en krumma er gefið fituafgangar og hangikjötsleyfar í bakgarðinum. Liggi sérstaklega vel á mér, er gæsum gefið brauð útí móa. Snjótitlingar hafa lítið verið á sveimi í vetur en hér er til fuglakorn á lager, detti þeim í hug að láta sjá sig. Fjölskyldumeðlimir skiptast svo á að stugga köttum í burtu eftir þörfum. Sérstaklega þessum svarta sem býr á númer 7. Hann er bjöllulaus fjandi og líklegur til að gera usla.

Akkúrat núna var feitasti og frekasti þrösturinn að reka hina síðustu burt með yfirgangi, frekju og stéltogunum. Hann situr nú einn að eplinu og gargar ef einhver nálgast. Hinir sem biðu lægri hlut hafa raðað sér á gaflinn á næsta húsi og bíða þolinmóðir eftir að sá feiti ljúki sér af.

Ég er í afar blíðu skapi í dag, vissulega fylgja nokkrir timburmenn jólunum, en þeir hafa oft verið fleiri, verri og grimmari. Það má segja að síðan í gær hafi ég verið mjög post-jóla-zen. Hafi einhver lesenda/lesönda/lesanda minna eitthvað erindi við mig, jafnvel eitthvað sem krefst einhvers ómaks af minni hálfu, er rétti tíminn núna.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

og tak for sidst!! Ríkir aðskilnaðarstefna í garðinum þínum?

1:04 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim