Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Tiltekt....

Janúar er súrasti mánuður ársins. Hann er dimmur, langur og fátt um að vera. Febrúar er í raun ennþá tíðindaminni en er afturámóti styttri og bjartari.
Ég ætti að vera að vinna að ritgerð eða einhverju öðru námstengdu, en í staðinn sinni ég minniháttarverkefnum sem hafa setið á hakanum í marga mánuði. Í gær tók ég til í inboxinu mínu, en þar mátti fynna meil frá 2004. Ég tók nostralgíu kast með eftirsjá-yfirbragði meðan ég skrollaði í gegnum ferðasögur, slúður, hi-nem tilkynningar og bréf frá mömmu. Fann meðal annars bréf frá fyrverandi tengdamóður minni þar sem hún biður mig um að skila sér skóm sem ég stal/fékk lánaða hjá henni á meðan hún dvaldi erlendis. Ég skilaði skónum aldrei.
Mér var svo allri lokið þegar ég komst að því um dagin að téð tengdó er farin að vinna á skrifstofu hugvísindadeildar. Það hvarlaði jafnvel að mér að finna skóparið og skila til að tryggja að hún leyfi mér að útskrifast í vor.
Ég hætti þó við það þegar ég sá að hún er búin að slá eign sinni á trefil sem ég útbjó handa Fyrverandi í jólagjöf fyrir einhverjum árum. Nú gildir þögult samkomulag okkar á milli um kaup kaups.

Annar og huglægari hluti af tiltekt minni felst í því að grafa upp vini sem ég hef týnt sl.mánuði/ár. Ég er arfaslöpp í því sem kallast "að halda sambandi" og týni fólki um leið og það hverfur úr minni daglegu rútínu. Ég skrifaði löng og ítarleg bréf til allra sem ég þekki erlendis, boðaði gamla vini í mat og enn eldri vini á kaffihús. Grand-finale-ið verður svo leiðangur uppí Norðurárdal, en þar býr vinkona sem lét barna sig á fyrstu önn í háskóla og stofnaði fjölskyldu í kjölfarið.

Einu sinni heyrði ég skemmtilega flökkusögu frá Bifröst (ekki frá móðurinni samt) hún var einhvernmegin svona:
Á skólasvæðinu á Bifröst er risastórt sameginlegt þvottahús sem er staðsett í kjallara. Í þessum kjallara, einhverstaðar í bakherbergi eða bak við hurð, er lítil svört bók*. (Farið að hljóma kunnulega?) Í hana eru skráð öll nöfn kvenna sem stunda nám á Bifröst. Þegar námspiltur við Bifröst sængar hjá einhverri af samstúdínum sínum, merkir hann samviskusamlega við það í bókina. Eldri námspiltar sjá svo um að halda bókinni til haga, öpdeita hana reglulega, gera upp í lok árs og sjá til þess að tilvist hennar fari leynt.

sel þetta pottþétt ódýrara en ég keypti það, en engu að síður skemmtilegt.

*Satt að segja hef ég heyrt þessa sögu tvisvar, en í hinni útgáfunni var bókhaldsgræjan ekki lítil svört bók, heldur veggspjald. Ég ákvað samt að notast við svörtubókar útgáfunna af sögunni. Sú útgáfa hæfir betur flökkusagnaforminu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim