Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, janúar 25, 2008

Feður! haldið dætrum ykkar innandyra!

...Hann Tommy Lee er sko að koma í bæinn. Blaðamaður guðmávitahvað blaðs sem ég las yfir jógúrtinni í morgun fannst sérstök ástæða að spyrja Tommy útí kvenhylli sína og koma með innslög um hversu viltar íslensku stelpurnar væru nú á djamminu. Á öðrum stað í blaðinu (eða öðru blaði á morgunverðarborðinu) var þetta sett í samhengi við komu Tarantinos til landsins um áramótin, en hann ku hafa komið hingað gagngert til að fá sér að ríða.
Þessi umfjöllun minnti mig strax á götublaðið Mónitor sem spyr allar rokkhljómsveitir sem koma í viðtal hvort að íslensku stelpurnar séu villtari en þær á meiginlandinu.
Það er sem sé alveg augljóst að Reykjavíkur stúlkan kann ekki fótum sínum forráð. Þær stelpur sem leiða karlmann heim af barnum á milli 04-05 eru greinilega ekki að taka sjálfstæða ákvörðun, heldur einfaldlega haga sér í takt við hópinn. Þetta er orðið að nomaliseraðri staðreynd og stórborgargoðsögn sem þykir sjálfsagt að festa í sessi með að viðra hana við hvert tækifæri sem gefst (how do you like Iceland? Have you slept with an Iceladic girl yet?)

Ofangreint dæmi legst síðan ofan á blaðaumfjöllunina um ,,skrílslætin" í ráðhúsinu, en þar var góðborgurum herfilega misboðið af framferði grunnskólabarna og menntskælinga. Rúv og Mbl gerðu sér sérstaklega far um að rissa upp mynd af múgsefjun krakka sem ekki eru enn komin til manns. Þegar Rúv talaði um ,,grunn og menntaskólanema" var kameran á hópi fólks sem ég þekkti ágætlega til. Þar mátti sjá lögfræðinema, kynjafræðing, tvo jafnaldra og bókmenntafræðinema. Þar með var sá hópur gerður auður og ógildur.
Einni konuni var svo misboðið að hún sagði við Rúv að hún væri fegin að þetta væru ekki sín börn. Ég tek undir með orðum Völíasardóttur og segi; pant ekki eignast börn með henni.

Tommy Lee og ráðhúsið hafa nú ýtt mér fram af brúninni og ég ætla hér með að framkvæma svolítið sem ég hef velt fyrir mér lengi.
Ég er komin í fjölmiðlabindindi sem mun standa fram á vor. Ég á eftir að skilgreina ,,fjölmiðil" með sjálfri mér og setja mér einhverjar vinnureglur, en ég get fullyrt að Mogginn, fréttó, 24 stundir og mbl verða ekki lesin af þeirri sem þetta ritar fyrr en vorar. Rúv horfi ég hvort eð er sjaldan á.
Endursagnir og túlkanir vina og vandamanna verða þó velkomnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim