Ergelsi
Ég ætla að halda áfram að pirrast útí janúarmánuð. Ég held að dagurinn í dag sé gráasti og fúlasti dagur ársins.
Það er komin nýr borgarstjóri úr flokki sem mér fynnst vera plága. Svona pólitík er fúl, þrátt fyrir að vera dramatísk, og hún minnir mig á hvað manneskjurnar geta verið ómerkilegar skeppnur. Ég byggi tilvist mína á sannfæringunni um að frumskógarlögmálið gildi ekki lengur og þoli ekki þegar mér er kippt niður á jörðinna.
Ísland tapaði í handbolta. Stórt.
Snjórinn fór og skildi mig eftir fótablauta í allan dag.
...sem betur fer nýt ég góðs af því hvað ég er efnilegur dagdreymari og er búin að eyða meginu af deginum handan við tíma og rúm. Efnislegi hlutinn af mér hefur hins vegar staðið sig ágætlega, lesið, glósað, mætt í vinnuna og svarað ef á hann var yrt.
Ef hversdagsleikinn heldur áfram að vera svona grár mun ég hugleiða varanlegan aðskilnað líkama og sálar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim