Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, febrúar 10, 2008


Við ykkur sem ekki sáuð rússnesku hljómsveitina Iva Nova á laugardaginn segi ég; Fokk! hvað þið misstuð af miklu.


Ég var búin að merkja við tónleikana í dagatalinu fyrir lifandis löngu og eyddi vikunni fyrir tónleikanna í að plögga vini og vandamenn með. Þegar til kastanna kom reyndist ég svo vera ílla sofin, annarshugar, algert drasl og ætlaði varla að nenna niður á NASA.
Sem betur fer drattaðist ég af stað og varð á svipstundu svo hugfangin að ég steig meiraðsegja nokkur danspor, þrátt fyrir að geta varla staðið í lappirnar af þreytu.

Hér að ofan má sjá mynd af hetju-rokkurunum. Takið sérstaklega eftir stelpunni með rauðu húfuna. Hún er svona harmonikkuspilandi útgáfa af Johnny Rotten á sviði.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hva .. engir nýir póstar??? Engin Júróvisjón kaldhæðni?? :D Góða helgi frænka ;)
Ragnhildur

6:52 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim