Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, mars 05, 2008

Mistök

Mér varð á í messunni. All svakalega.
Í níunda bekk miðferð í íslensku situr strákagengi í gluggaröðinni fremst. Eins og 15 ára strákum er tamt eru þeir gjörsamlega óalandi og óferjandi. Þeir eru samt sem áður óvitlausir og því er hægt að halda þeim réttu megin við hormónastrikið ef þeim er sett nógu mikið og fjölbreytt fyrir. Innst við gluggan situr renglulegur stákur sem er eitthvað millistig milli pönkara og nörds. Rifnar gallabuxur, sex pistols bolur í bland við fitugt hár í tagli og gleraugu. Ég var búin að setja þeim fyrir orðflokkagreiningu og bað strákin um að orðflokkagreina upphátt.

Strákur: æi, vó mar, ég kannedda ekkert.
Ég: Jú,jú ég sá að þú ert búin að leysa verkefnið og þú ert nú svo klár og skýr strákur að þú getur alveg lesið upp fyrir bekkinn (þetta var enginn lygi, hann var búin að orðflokkagreina eins og hetja og röðin var komin að honum að lesa upp)
...
...þögn í bekknum
ég lít í kringum mig
...enn meiri dauðaþögn
...nokkrar stelpur aftast í bekknum byrja að flissa, ég skynja að ekki er allt með feldu.
ég lít spurnaraugum á strákinn sem grefur andlitið ofan í bókina.
Sessunautur stáksa setur upp glott, bendir á hann og segir: Hún er sko stelpa.

Það var nefnilega það!

Ég verð að viðurkenna að ég hafði mínar grunsemdir um kynferði guttans í upphafi þar sem að hann var eini ,,strákurinn" sem ég hafði kynnst sem notar skrautlegar pokateygjur í hárið, en fyrir utan það var ekkert sem gaf til kynna að ,,hann" væri nokkuð annað en venjulegur unglingsrákur með komplexa. Nú hugsa spyrja eflaust einhverjir afhverju í fjandanum ég kíkti einfaldlega ekki á nafnalistan til að ganga úr skugga um óræða kynferðið, en ó ekki. Sum nöfn eru heinlega svo framandi að það er engan veginn hægt að kyngreina þau. Hugtakið um innflytjendavandamál öðlaðist skyndilega einhverja merkingu í mínum huga.

Ég ætla að hlífa ykkur við endursögn af því þegar ég reyndi að bjarga mér og henni frá algerri niðurlægingu og ég vil helst gleyma hvernig ég reyndi svo að biðja stelpugreyið afsökunar eftir tíman.

Ég kannast við svipað atvik úr sundhöll Reykjavíkur, þar sem afgreiðslufólkið þarf að kyngreina spontant alla gesti. Rauður lykill, blár lykill. Stuttklippt 11 ára Hafdís fékk sko að kynnast því og passaði uppfrá því að vera í viðeigandi umbúðum. Jafnvel um hásumar fór ég ekki í laugina nema að vera með rauða húfu og bleikan trefil.

Hefði svipað atvik átt sér stað á unglingsárum fyrir framan heilan bekk hefði ég líklega hlaupið útí íþróttahús, brugðið snöru um hálsinn og hert að.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

úff, æj.

E.

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er að blogg rúntast hjá Ragnhildi og Ingu. Ákvað að skilja eftir kveðju. Held allavega að þú sért Hafdís Erla frænka mín ;/ HEHE Annars er þetta bara skemmtilega vandræðalegt ;)

10:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú ert offisjalí orðin gömul. "Þetta unga fólk í dag..."

8:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Shit

10:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

úbbbss!! ouccch!!!!!!!!!!!!!

get ekki ímyndað mér hvernig manni líður svona ... henni og þér!

hafðu góða helgi :)

11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim