Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, mars 13, 2008

Gáta

Leysist án þess að nota wikipediu (þessu er beint til þín, Davíð)
Hver veit hvað þetta er?

N = N* fp ne fl fi fc fL

og svo eru auka stig í pottinum fyrir þann sem getur sér til um í hvað ég hyggst nota þessa jöfnu.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég veit svo sem ekki svarið við bónusspurningunni en er nokkuð viss um að ég viti hvað þessa stafasúpa er. Sérstaklega þar sem þú svarar því sjálf í færslunni.

Þetta er jafna.

Og svo ætla ég að giska á að jafnan verði notuð við kennslu.

Verðlaun?

7:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei!!! enganvegin. Engin verðlun fyrir að halda fram hinu augljósa. En jafnan var vissulega notuð við kennslu á einhvern hátt.
-HH

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég þarf enga wikipediu til að leysa þetta. Þetta er jafna Frank Drake fyrir því hve margar tegundir vitsmunavera ættu að vera til í vetrarbrautinni á hvaða gefnu augnabliki, kunni maður skil á nokkrum stærðum. Í upphaflegu jöfnunni var að vísu R* fyrsta breytan minnir mig (eða var það í nýjustu útgáfu?) og stóð fyrir tíðni stjörnumyndunnar, en N* stendur fyrir tíðni stjörnumyndunnar fyrir einhverjum milljónum ára síðan eða eitthvað álíka. Minnir mig.

Ég sver að ég er að svara viðstöðulaust án ólöglegrar upplýsingaöflunnar, en auðvitað las ég þetta upphaflega á Wiki minni fyrir margt löngu...

Efast um að hún sé mikið notuð við kennslu þó, nema kannski sem útúrdúr til að vekja raunvísindanemendur af króníska námsleiðanum eitt augnablik. Annars frekar mikil plastvísindi.

4:28 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

Fór strax að póstun lokinni á Wiki að tékka. Var aðeins að bulla með merkingu N* og R*, en rétt hjá mér að upprunalega jafnan sé með R*.

Og já, þú ætlar að efla vísindaáhuga nemenda þinna með jöfnunni, nema hvað...eða hmm, Íslenska og danska...

Allavega, hvað er í verðlaun!?

4:32 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim