Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Týnd!

Í gær týndist ég allsvakalega í Vesturbænum, ég eyddi 45 mínótum í stefnulaust ráf um svæði sem ég hélt að væri ekki til, nema austan við mána og vestan við sól. Götunöfnin enduðu öll á -mýri eða -grandi og húsin voru öll eins. Nákvæmlega eins. Sló út allt Breiðholt og allan Kópavog í einsleitni og sannfærðu mig um að Vesturbærinn væri bara úthverfi. Ég hafði lagt af stað frá Vesturbæjarlaug og ætlað að skokka einhvern hring við sjóinn. Þegar i-podinn gaf upp öndina ákvað ég að stytta mér leið tilbaka í gegnum hverfið með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki tókst mér að fynna Vesturbæjarlaugina strax, en ég fann aftur á móti KR völlinn tvisvar. Ég held að þetta sé innbyggt í hverfisskipulagið hjá þeim, að öll vötn falla til Kaplakrika á völlinn. Jukk! KR-fóbía mín fékk byr undir báða vængi. Loksins sá ég fólk streyma í áttina til mín með innkaupapoka sem ég ályktaði að kæmu úr Melabúðinni gat ég loksins tekið réttan pól í hæðina og fundið laugina, blaut, köld og með sultardropa á nefinu.
Í i-phone er bæði áttaviti og google-earth. Ég þarf að fá mér svoleiðis.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim