Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Hjón í húsnæðisleit.

Sumarið 1994 smíðuðum við pabbi fuglahús og festum uppá skjólvegg útí garði. Næstu sumur fylgdist ég grant með ferðum smáfuglanna í garðinum og vonaðist til að fá nýja nágranna yfir sumartíman, en allt kom fyrir ekki. Húsið er nefnilega í prýðilegri klifurhæð fyrir kattarskammirnar í hverfinu. Uppúr aldamótunum var brugðist við og sett klóruvörn innan í húsið, þ.e settum illa pússaða fjöl innan við opið þannig að þó að kisa læddi loppunni inn myndi hún grípa í tómt og mögulega fá flís í þófan. Þetta dugði þó ekki til, því að fuglagreyin tóku ekki í mál að gera sér hreiður í húsi þar sem kettir kæmu reglulega við (þó svo að flestir kettir kæmu ekki nema einu sinni, þeir allra vitlausustu tvisvar). Núna í lok mars sást til þrastapars við húsið. Þau hoppuðu inn og út og litu út fyrir að íhuga að setjast þar að. Nokkrum dögum seinna var einhver hverfis-kötturinn búin að koma sér þægilega fyrir á þakinu og beið eftir fuglunum. Þrestirnir sáust ekki meir, en þá var gripið til aðgerða. Pabbi tók húsið inn til róttækra breytinga. Hann leysti málið á afar hugvitsaman, en jafnframt brútal hátt. Hann negldi einfaldlega nokkra nagla í þakið að innanverðu, þannig að vei þeim ketti sem reynir að tylla sér á þakið uppfrá þessu.
Og árangurinn lét ekki á sér standa. Akkúrat í þessum töluðu orðum er starrapar að spígspora fyrir utan húsið og nú er ég viss um að ég fái loksins nýja nágranna. Eða að þeim sé bara drullukalt og séu að leita sér skjóls fyrir snjónum sem kom óvænt í nótt.

Af húsinu að segja, þá lítur það tæpast vel út með naglaspýtu þak. Eiginlega minnir það á fusion af fuglahúsi og fanghelsi. Smáfuglafangelsi. Ég er að spá í að mála það appelsínugult fyrir næsta sumar.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig langar svoo í fuglahús í nýja garðinn en Inga tekur það ekki í mál þar sem hún hræðist ekkert eins mikið í þessar tilveru og kétti!! Verður stjörf af hræðslu og missir málið ef einn verður á vegi hennar.
Annars fylgdi með sætt þrastarpar sem hefur vanið komið sínar sl. ár og fyrrum húsráðandi bað okkur vinsamlegast að halda áfram að hugsa um þau. Voða kjútt :)
*knús* til þín

5:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

starrar eru EKKI málið! þú átt eftir að vakna með klæjandi-bit á fótunum og átt þá ekki eftir að vera svona ánægð með þetta fuglahús!

12:18 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim