Einsleitni
Ég ætlaði að skrifa blogg um sveitina og birta krúttlegar myndir með. Eftir að ég las Morgunnblaðið í morgunn ætla ég að fresta sveitasögunni um eina færslu og fella nokkur tár á bloggið mitt í staðin.
Halldóra nokkur skrifar lesendabréf í Moggan í dag sem ber yfirskriftina Mín skoðun. Halldóra þessi er með Downs syndróm. Hún byrjar lesendabréfið á að kynna sig og segja örlítið frá sjálfri sér og högum sínum. Síðan segir hún frá grein sem hún las sem gerði hana bæði leiða og reiða. Grein sem fjallaði um eyðingu fóstra sem greinast með auka litning. Þ.e litningagalla sem bendir til Downs heilkennis.
Eðli málsins samkvæmt er Halldóra ekki sátt við eyðingu fóstra með Downs heilkenni. Í restinni af greininni færir hún rök fyrir því afhverju ætti ekki að eyða fóstrum með Downs syndróm. Með öðrum orðum; afhverju ætti ekki að eyða manneskjum eins og henni af yfirborði jarðar.
Nú er það gömul og ný klisja að minnihlutahópar þurfa sífellt að vera að verja tilvistarrétt sinn, en skrif Halldóru hafa fært þessa klisju uppá nýtt level. Tilvistarrétturinn í máli Halldóru er ekki myndlíking, eða tilvist sjálsmyndar, skoðanna, útlits ect, heldur actual tilvist!
Mikið óskaplega er það dapurleg hugsun að tiltekinn hópur í þjóðfélaginu skuli þurfa að horfa uppá umræður um raunverulegan rétt þeirra til að koma í heiminn. Og þessar umræður væru varla í gangi nema af því að umræddur hópur getur ekki varið sig sjálfur þann hátt sem talinn er gjaldgengur, þ.e skrifa í blöðin, koma fram í sjónvarpi, stofna þrýstihópa osfr. Í allri umræðunni um eyðingu fóstra með litningagalla hefur verið sneytt framhjá þeim sem eru í raun með litningagalla. Þetta gengur upp því umræddur hópur á erfiðara með að láta heyra í sér heldur en flestir aðrir í samfélaginu og skoðanir þeirra og tilfinningar eru ekki metnar af verðleikum. Einhverstaðar las ég nú í bók að það ætti að skoða allar hliðar málsins, en sú regla virðist ekki vera algild. Allavega ekki þegar rætt er um gildi lífsins og kúgun minnihlutahópa í velferðarsamfélagi.
Þetta heitir að níðast á minnimáttar og ég las það í sömu bók og ég las þetta með að skoða allar hliðar málsins, að níðingsháttur væri mjög ó-kúl og einginlega hrikalega leim.
Vá hvað mér þætti allavega æðislegt að lesa um debat hvort að ætti ekki að eyða lesblindum fóstrum í móðurkviði. Sparar sko helling af launum sérkennara og svo þyrftu foreldar mínir ekki að hafa eins mikið fyrir að berja í mig lærdóminn eins og raun varð.
Svona mál kalla fram einhverja illa lyktandi grænleita slepju í hausnum á mér. Hún myndast við tilteknar aðstæður þegar mér fynnst* samtíminn vera vaxinn mér yfir höfuð og orðaforðinn minn nær ekki að skilgreina ástandið.
Næsta færsla verður krúttleg sveitasaga. Myndskreytt.
* Þegar mér er mikið niðri fyrir skrifa ég sögnina "að finnast" með ypsiloni. Geðþóttasafstettning. Ég brýt normið. Kálið mér.
2 Ummæli:
Vósa, frábær færsla. Sammála með slepjuna, hún hellist stundum yfir mann. Áa
Ég hef síðustu misserin verið að lesa blogg bandarískrar listakonu sem mér hefur lengi fundist áhugaverð. Bloggið hennar varð síst áhugaverðara þegar hún varð ólétt og eignaðist svo downs barn. Þetta er vel pælandi kona og á sama tíma mjög einlæg með allar þær flóknu tilfinningar sem foreldrar downs barna finna fyrir gagnvart uppeldinu og samfélaginu og akkúrat þessari umræðu sem þú bloggar um. Ég mæli með lestri bloggsins hennar. Nýja bloggið er hér: http://it.livejournal.com/ heimasíðan hennar hér: http://www.anacam.com/
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim