Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, júní 24, 2008

Hjólfarið

Það virðist vera sama hvar gripið er niður. Allir karlmenn sem "afreka" eitthvað á hinum ýmsu sviðum samfélagsins virðast hafa átt ömmu sem sagði þeim sögur og kenndi þeim sitthvað gott og gagnlegt.

...Thats it! Ég er hætt að trúa á ritað mál og verð sífellt tortryggnari á hið mælta. Sérstaklega þegar fólk lætur hafa eitthvað eftir sér sem það veit að birtist á prennti og reynir þá að tala eins og bók.

Brekkukotsannáll byrjar einhvernmeginn svona: Fátt er ungum börnum eins hollt og að missa föður sinn, nema þá helst að missa móður sína. (hér var átt við aðalsöguhetjuna sem var piltur, ég man ekki hvort að það var tekið fram í fyrstu setningunni en læt HKL njóta vafans)

Öpdeit 2008: Fátt er ungum drengjum eins holt og að missa ömmu sína, nema þá að missa hina ömmu sína líka.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Og ég sem hélt að bara gamlir reykjandi karlpungar létu út úr sér svona harðbrjósta komment um uppeldislegt gildi missis barna.

10:26 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim