Aðstoð óskast!
Þannig er mál með vexti að ég á von á gesti næstu daga. Planið var að fylla bílinn af rándýru bensíni og túristast um suð-vesturhornið en nú hafa veðurguðirnir ákveðið að snúast gegn mér. Það spáir rigningu og svo ennþá meiri rigingu. Eigum við að sjá til sólar um helgina verðum við helst að fara alla leið út á Langanes.
Því er spurt: Hvað dettur ykkur í hug að hægt sé að gera í rigningu? Ég efast um að það sé málið að hanga á söfnum og kaffihúsum fjóra daga í röð. Viti þið um einhverja staði í Reykjavík eða á suð vesturlandi sem hafa svona vondaveðurs sjarma? Gönguferð um hraun er t.d alltaf kósí í þoku en ég efast um að ég vilji draga Norðmanninn í gegnum hraunbreiðurnar alla helgina. Allar hugmyndir vel þegnar.
2 Ummæli:
Það má ekki draga útlendinga hingað án dagsferð til Þingvalla.
Annað stóð heldur ekki til. Þjóðargrafreiturinn og drekkingarhylur eru í agalegu uppáhaldi hjá mér. Af mismunandi ástæðum þó.
Hvernig er það annars, eru sveitakirkjur út á landi ennþá ólæstar dag og nótt?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim