Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, júlí 06, 2008

Jæks!!!

Mér hefur borist til eyrna að ég sé víst að bombarda fólk með vírusum. Líklega í gegnum msn. Ef þið hafið fengið einhver dularfull skilaboð frá mér, vinsamlegast látið mig vita svo ég geti reynt að rekja slóðina. Ég er með góða vírusvörn sem hefur dugað vel til þessa og samkvæmt statusnum á henni þrífst ekkert óhreint í tölvunni minni. Ég er óttarlega vanmáttug gagnvart nútímatækni en sem betur fer á ég tölvulæsa vini sem ég get hallað mér upp að í neyð. Síðast þegar ég dreifði vírusum var það í gegnum háskóla netið, en þá tókst tölvunni minni að sýkja 666 (já, akkúrat þessi tala) aðrar tölvur á innan við klukkutíma. Sem betur fer er hásklólanetið ekkert anarkí og er vel vaktað af RHÍ sem henti mér út af netinu med det samme. Biðst fyrirfram afsökunar á þeim vandræðum sem msn tengsl við mig gætu skapað. Ekki opna linka eða póst með furðulegum header frá mér.
---

Annars var ég að koma úr vel heppnaðri fjallaferð. Sá nokkrar fuglategundir, ísbirni og spilaði póker í Þórsmörk. Brann á öxlunum og er töluvert doppóttari í framan en fyrir helgi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim