Deadlænar eru eins og kabbamein. Sérstaklega þeir dedlænar sem maður þarf að standa við. Lauk við þrjár greinar á einum sólahring og mér líður eins og ég hafi afrekarð eitthvað ofsalega merkilegt.
Sem er náttúrulega bull, því það hefði verið minnsta málið að klára þetta fyrir löngu, ég bara gerði það ekki. Stundum er mér mjög uppsigað við eigin vinnubrögð. Til að fagna sigrinum á sjálfri mér ákvað ég að snúa aftur sigri hrósandi til hins daglega lífs og tek nú fagnandi á móti boðum í hverskyns skemmtilegheit.
Svo er ég líka búin að ná 100% árangri í að nota gaffal rétt. Það þýðir þó ekki að ég sé fullkomlega útlærð í borðsiðum því nú hefur líka komið uppúr dúrnum að ég held á honum eins og hamri eða öðru þungarvigarverkfæri, þ.e kreppi alla lúkuna utanum hann í stað þess að tylla honum milli fingranna líkt og um penna að annað fínlegra tól væri að ræða. Ég er sem sé mum meiri barbari en ég hélt að ég væri. Ég væri líklega best geymd í helli uppá fjöllum.
Óperusöngvarinn og snyrtipinninn Bergþór Pálsson heldur reglulega námskeið í borsiðum fyrir almúgan og ég óska hér með eftir einu slíku.
1 Ummæli:
Við eigum bókina eftir Bergþór ef þú vilt fá hana lánaða:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim