Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Síðustu dagar hafa verið hrein geðveiki. Gaman, en alger geðveiki. Þegar ég vaknaði í morgun/eftirmiðdag var bróðir að sinna garðverkum í blíðviðrinu, ber að ofan og stæltur og gerði grín að litlu systur sem haugaðist um húsið í slopp og pírði augun framan í birtuna. Deginum hyggst ég verja í reyfara og ævisagnalestur. B-efni, að venju á sunnudögum.

Framundan er önnur törn, en á öðrum vetvangi. Næstu viku mun ég verja í á norræna kvennasöguþinginu. Ég hlakka sérstaklega til að hreyra í róttæku fræðikonunni Judith Bennett sparka í stoðir feðraveldisins.

Ég sé fram á að sigla lygnan sjó það sem eftir er sumars eftir rósturssama mánuði undanfarið. Húrra fyrir því!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim