Mér er hlátur í hug
Ég er búin að sitja sveitt við skriftir uppá síðkastið. BA ritgerð, viðtöl, pistlar, yfirlestur greina og fleira. Í gær setti ég persónulegt met og starði á tölvuskjá samfellt í 15 tíma. Mig dreymir um að geta grætt internetið og einfalt ritvinluforrit inní heilabörkin á mér svo ég gæti hreyft mig aðeins um set. Í einverunni og innilokuninni hef ég drabbast niður. Akkúrat núna er ég í ljósbláum baðslopp með brunagati, sitthvorum sokknum, skítugum undirkjól, með úfið hár og kámug gleraugu. Ekki glæsileg sjón get ég sagt ykkur. Til að brjóta upp daginn leyfi ég mér að horfa á jútjúb eftir hver 1000 skrifuð /yfirlesin orð. Þá horfi ég yfirleitt á eitthvað til að lyfta upp andanum eins og til dæmis japönsk game show.
Mæli með þessu vídjói. Horfið á til enda.
Annað góður skets (sem er samt ekki á jútjúb) var þegar þáttastjórnendur sendu emúa inná á almenningsklósett.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim