Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, júlí 28, 2008

Sunnudagsbíó

Það er fátt betra en að þynnkubíó á sunnudögum. Þegar ég vaknaði á sunnudaginn, með hausverk, óbragð í munninum og glimmer í hárinu vissi ég að ég ætlaði að eyða deginum í vídjógláp. Í töskunni minni fann ég Ingimar Bergmann mynd en eftir smá umhugsun ákvað ég að listræn meistaraverk væru ekki það sem ég væri að leita að. Ég væri meira að leita eftir ólistrænum, klisjukendum B-myndum með blóði og byssum.

Þynnkubíóið var haldið í lókal bíósalnum hérna uppí Breiðholti. Eins og venjan er þegar hópur af fólki ætla að ákveða bíómynd, var enginn sammála. Galdurinn er að gagga sem allra hæst þannig að það sé mark tekið á þér á endanum. Venjulega nenni ég ekki að taka þátt í nöldurkórnum, en í gær beitti ég öllum mínum klókindum til að koma mínum sjónarmiðum að. Og á endanum gerðist sá fáheyrði viðburður að kröfum mínum var mætt til fullnustu. Stórslysamyndin Doomsday varð fyrir valinu og ég veinaði af kátínu á meðan ræman leið hjá á hvítatjaldinu. Þetta er ein allra besta vonda B-mynd sem ég hef séð. Ósmekklegheitin í Dúmsdei felast annarsvegar í óþarflega miklu gori*, þar sem dýr koma sérstakelga við sögu. Gorið er líka asnsi hávært og það er greinilegt að gor meistari myndarinnar hefur lagt mikið í hljóðvinsluna. Allavega er ég viss um að kanínur splattist ekki með svona miklum elegans og bravúr eins og í Dúmsdei. Krassandi gorhljóðin voru ennþá að koma útúr hátölurunum á meðan kanían var löngu komin í splatt. Tilgangurinn með kanínusplattinu fyrir söguþráðinn var eiginlega enginn.

Hin ósmekklegheitin í Dúmsdei færðu myndina yfir á æðra stig. Þ.e hún er eitt mesta overkill sem ég hef séð. Útrýming mannkyns, spillt stjórnvöld sem plotta við hingborð úr gleri í stórum turni á meðan alþýðan berst uppá banaspjót,BDSM, stórhættulegur ólæknanlegur vírus, cyper pönkarar, miðaldariddarar, hi-tech framtíðarvopn, one lænerar, mannát og eineygð kvennhetja. Allt í einni mynd. Yfirdrifnari sögu er vart hægt að ímynda sér. Að endingu mætti nefna að allt havaríið flaut svo framhjá undir ofurdramatískri óperutónlist. Mæli fáránlega mikið með dúmsdei fyrir unnendur lélegra mynda.

*við horfðum á unrated version. Eitthvað segir mér að atriði eins og kanínusplattið hafi verið klippt burt í útgáfuna sem sýnd var í kvikmyndahúsum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim