Heimsósómi á mánudegi II
Í gær tók ég strætó niðrí bæ og þurfti að skipta um vagn í Mjódinni. Í biðskýlinu var drengur á óræðum þrítugsaldri í hettupeysu sem á var letrað: She´s fat, I´m drunk, lets go for it. Ég þarf ekki að fjölyrða meira um þetta slagorð, en drenghelvítið per se vakti áhuga minn.
Mjóddin hefur orð á sér fyrir að hýsa ógæfusama einstaklinga og piltungurinn sór sig inn í þá menningu. Hann var kiðfættur, illa til hafður og andlitssvipurinn gaf sterklega til kynna að innan við höfuðkúpuna væri ekkert nema tómahljóð fyrir utan nokia hringitóna. Áletrunin á peysunni var augljóslega feitletrað Times New Roman sem bendir til þess að peysan sé hans eigin hugverk. Allavega trúi ég því takmarkað að fataframleiðendur séu svo sykurskertir að þeir noti times new roman í áletranir, hversu ósmekklegar sem þær kunna að vera.
Ég held að það séu svona menn sem nauðgi dauðu stelpunni í partíum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim