Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, september 07, 2008

Réttir


Því miður ákvað minniskortið í myndavélinni okkar að bila þannig að ég gat ekki tekið neinar myndir í réttunum. Þess í stað læt ég fylgja með mynd af mér í þessum sömu réttum þegar ég var 11 ára. Myndin birtist í Bændablaðinu.

Réttahöldin voru skemmtileg að venju. Við drógum hátt í 700 fjár í dilka og svo rákum við alla hersinguna heim. Um það bil helmingurinn af þessum 700 rollum sá sér ástæðu til að stanga mig og ég er búin að telja meira en 40 marbletti fyrir neðan mitti. Þeir stæstu hafa runnið saman í eitt meiginland sem þekur innanverð lærin á mér. (Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig það má til, þá eru rollur dregnar í dilka með því að standa klofvega yfir þeim, grípa í horn eða reifi og mjaka þeim áfram. Fæstar rollur eru hrifnar af þessu fyrirkomulagi og brjótast um á hæl og hnakka.)Auk hefðbundins hornapots letni ég líka í tveimur brútal árásum sem skiluðu um 5-6 marblettum hvor. Ef ég lít á sjálfa mig í spegli dettur mér helst í hug að þarna sé á ferðinni kona sem hafi lent í frekar grófu ofbeldi. Í fyrsta skipti á ævinni er ég hálf feimin við að berhátta mig í almenningsbúningsklefum og skammast mín fyrir hvernig ég lít út án fara.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim