Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Mér finnst mjög skrýtið að Sigurbjörn Einarson skuli vera dáinn. Einhverra hluta vegna var ég alltaf sannfærð um að guð hefði gleymt honum og hann myndi tóra það sem eftir væri. Ég mun fyrst og fremst minnast hans fyrir hlutverk hans í ástandsskýrslunni svokölluðu sem og orða hans og aðgerða sem varða kynfrelsi kvenna. Síðast heyrði ég í honum í útvarpsviðtali í fyrrasumar, þá sagðist hann vera að skrifa bók um ástina. Það er svo sem voða sætt af manni á tíræðisaldri, en engu að síður.....

Þegar trúarleiðtogar falla frá vona ég alltaf eftirlífið þeirra gangi þvert á eigin trúarsannfæringu. Því óska ég Sigurbirni Einarssyni;

a) góðra stunda í Valhöll
eða
b) farsælla hringrása af endurfæðingum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim