Jóla hvað
jólin eru á næsta leyti. Þar sem þetta eru nú 18.jólin sem ég upplifi er ekki laust við að mér sé farið að fynnast þetta eilítið einhæft svona frá ári til árs. Til dæmis hafa fá eða engin ný jólalög litið dagsins ljós á þessum 18 árum
Þessvegna ætla ég að skrá niður nokkra athyglisverða punkta fyrir þá sem vilja lífga uppá jólin hjá sér.
Sleppið jólatrénu, fáið ykkur jóla-katkus í staðinn.
Fyrst að rjúpur eru friðaðar í ár, hvernig væri að hafa máv í matin, þeir eru svo sannarlega ekki friðaðir.
Sýnið smá hugmyndaauðgi þegar jólasveinarnir fara að týnast til byggða og gefa í skóinn, notið stígvél, skíðaskó, froskalappir eða bara hvað sem ykkur dettur í hug. (síðan má líka setja skó í alla glugga hússins, aldrei að vita nema sveinki fatti það ekki)
Prófið að lífga uppa á jóladags matinn með að hafa pítsu með hangikjöti og notið brauðstangasósu með laufabrauðinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim