Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, september 20, 2004

Bloggið er dautt!

Ég held að blogg-tízkan sé að springa á limminu. Sífellt fleiri bloggarar eru að gefa upp blogg-öndina og aðrir eru svo blogg latir að einu færslurnar þeirra eru skrifaðar á föstudögum eftir skóla um hvað á að gera yfir helgina og svo á mándudögum í hádeginu að segja frá hvernig planið fokkaðist. Tour de blog rúnturinn minn í netheimum sem áðurfyrr var bæði langur og gefandi styttist æ meira og meira og miðast nú eiginlega bara við tvö blogg. Að sjálfsöðu hnýsist ég af og til í blogg hjá ókunnugu fólki (tenglar á tengla síðum fastablogga) en maður er ekkert að auglýsa slíka ósiði.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fylgja vinum mínum eftir í blogg-gröfina eða berjast til síðasta bloggara. Standa með hinum síðustu blogg-riddurum eða fylgja fjöldanum. Er þetta kannski bara sönnun þess að ég hef ekkert að segja lengur? Glöggir lesendur geta séð að síðasta færsla var nú ekkert ákaflega spennandi.
Ég held að þetta blogg mitt sé í andaslitrunum og ef til vill mun ég veita því náðarhöggið innan tíðar.
Lifið heil
HH

ps. þetta er ekki aumingjaleg tilraun til að veiða hrósyrði um sjálfa mig inná kommentakerfið, sá sem gerist sekur um slíkt verður sendur til Síberíu í Gúlakið.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þú hættir ekki neitt kona!hvað ertu að meina?what are you meining man???!!! - marsil

4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim