1998
Á krárarrölti helgarinnar rambaði ég á æskuástinna frá síðastliðnni öld. Ég stóð í makindum mínum fyrir utan skemmtistað með vinkonu sem langaði að finna sér strák til að fara í sleik við, þegar ég sá kunnulegt andlit í mannhafinu. Næstu klukkutímar urðu hálf súrrealískir.
Æskuástin veinaði upp yfir sig, olbogaði sig í gegnum þvöguna og heilsaði mér með virktum. Hún var með áfengisglampa í augum, reikul í spori og búin að missa nokkrar skrautfjaðrir frá því síðast, en engu að síður heillandi. Svo teymdi hún mig á barinn og við fórum að rifja upp gamla tíma. Hvað annað getur maður gert þegar maður hittir manneskju sem maður hefur ekki séð í rúman áratug og veit ekki nokkrun skapaðan hlut um annað en það sem facebook segir manni?
Nostralgían náði samt hvorki langt né djúp, og ekki náðum við að ræða samtíman að neinu viti því æskuástin þurfti sífellt að rjúfa samræðurnar til að tilkynna mér hvað ég væri æðisleg og ausa á mig lofi. Ég er nú ekki svo mikill þumbi að mér hafi aldrei verið hrósað, en yfirgengislega lofræðan sem dundi á mér næsta klukkutíman tók út fyrir allan þjófabálk. Mikið óskaplega hefði ég samt notið þess að fá að heyra þessi orð fyrir áratug síðan, en ég geri mér grein fyrir að þá voru aðstæður aðrar. Undir lokin voru aðstæðurnar orðan hálf pínlegar fyrir mig því að æskuástin var farin að sannfæra nærstadda gesti um ágæti mitt á meðan ég ranghvolfdi í mér augunum og bölvaði vinkonunni sem ég kom með upphaflega fyrir að vera stungin af ofan í kokið á einhverjum stráksa. Þá kvaddi ég og lofaði öllu fögru um kaffihúsaferðir og áframhaldandi upprifjun á gömlum tímum. Fat chance....
Ég hafði samt lúmst gaman af þessu og þegar ég rölti heim frann ég fyrir sterkri meirimáttarkend, sem er tilfinning sem bærist sjaldan í mínu brjósti.
1 Ummæli:
Hurðu, ef þig vantar einhvurntíman einhvurn til að rífa þig niður, þá hnippirðu barasta í mig á fésbókinni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim